Fréttir

Barna- og æskulýðsstarfið farið af stað

Barna- og æskulýðsstarfi Landakirkju hófst að nýju eftir sumarfrí með fjölsóttum sunnudagaskóla sl. sunnudag. Á sunnudagskvöld var svo fjölmennur æskulýðsfundur í Landakirkju hjá ÆsLand, Æskulýðsfélagi Landakirkju og KFUM og K í Vestmannaeyjum og á miðvikudag fóru krakkaklúbbarnir, 1T2 (1.-2. bekkur), 3T4 (3.-4. bekkur) og TTT (10-12 ára) af stað og voru þeir einnig vel sóttir. [...]

2018-09-06T11:35:03+00:00 6. september 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barna- og æskulýðsstarfið farið af stað

Sunnudagaskólinn fer af stað

Fyrsti sunnudagaskóli vetrarins verður í Landakirkju nk sunnudag, 2. september og á sínum hefðbundna tíma kl. 11:00. Verður allt sett á fullt með söng, sögu og gleði en þeir sr. Guðmundur og Gísli sjá um stundina. Hlökkum til að sjá alla.

2018-08-29T19:56:16+00:00 29. ágúst 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn fer af stað

Samkirkjuleg Guðsþjónusta á goslokum

Samkirkjuleg göngumessa verður á sunnudagsmorgun gosloka kl. 11:00. Messan hefst í Landakirkju með ávarpi presta og forstöðumanna safnaðar og bæn og að því loknu er gengið í gýg Eldfells og helgihaldinu haldið áfram þar. Endað verður í Stafkirkjunni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og félagar úr Lúðrasveit Vestmanneyja spila. Sóknarnefnd Landakirkju býður þátttakendum [...]

2018-07-05T12:05:20+00:00 5. júlí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Samkirkjuleg Guðsþjónusta á goslokum

Messudagur Oddfellow systra og batamessa

Sunnudaginn nk. 13. maí er messudagur Oddfellow-systra og sérstök batamessa. Vinir í bata ásamt Oddfellow systrum taka virkan þátt í helgihaldinu en sr. Guðmundur Örn leiðir stundina og verður með trúfræðslu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

2018-05-09T14:34:01+00:00 10. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messudagur Oddfellow systra og batamessa

Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

Á uppstigningardag, fimmtudaginn 10. maí nk. kl. 14:00 verður eldri borgara messa í Landakirkju. Kór eldri borgara syngur undir stjórn Lalla og eins og endranær verður lagaval í poppaðri kantinum. Sr. Viðar leiðir messuna og predikar. Að lokinni messu býður svo Kvenfélag Landakirkju kirkjugestum til veglegs kaffisamsætis

2018-05-05T18:40:26+00:00 7. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Eldri borgara messa og kaffi á uppstigningardag

ÍBV messa á sunnudaginn

Á sunnudaginn 6. maí nk. kl. 11:00 verður sérstök ÍBV messa í Landakirkju. Öllu verður til tjaldað, en hægt verður að berja nýjustu og helstu titla augum sem og að leikmenn úr meistaraflokkum karla og kvenna í handbolta og fótbolta verða á staðnum. Þessa dagana mætast leiktímabil í handbolta of fótbolta en úrslitakeppnin er enn [...]

2018-05-02T21:43:05+00:00 3. maí 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við ÍBV messa á sunnudaginn

Landakirkju gospel á vorhátíð 29. apríl

Vorhátíð Landakirkju verður haldin sunnudaginn 29. apríl nk. Á hátíðinni kennir ýmisa grasa en hún hefst með fjölskyldumessu á sunnudagsmorgun kl. 11:00 þar sem Sunday School Party Band mun leika undir söng kirkjugesta, biblíusagan verður á sínum stað og mikið verður sprellað. Að lokinni messu býður sóknarnefnd kirkjugestum í grillaðar pulsur og með því. Kl. [...]

2018-04-16T12:25:18+00:00 16. apríl 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Landakirkju gospel á vorhátíð 29. apríl

Fermingar halda áfram

Fermingar vorsins halda áfram næstu tvær helgar en allt í allt verða fermd 24 börn fermd í fjórum athöfnum (7 & 8. apríl og 14 & 15 apríl klukkan 11). Prestarnir Guðmundur Örn og Viðar sjá um fermingarnar en tónlistin verður í höndum Kitty og Kórs Landakirkju. Í sunnudagsfermingunum verður sunnudagaskóli á sínum stað í [...]

2018-04-06T12:00:56+00:00 6. apríl 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingar halda áfram

Páskadagskrá Landakirkju 2018

Páskadagskrá Landakirkju 2018 er sem hér segir. Pálmasunnudagur, 25. mars 11.00 Fermingarguðsþjónusta í Landakirkju og sunnudagaskóli í safnaðarheimili. Skírdagur, 29. mars 20.00 Guðsþjónusta á skírdagskvöld í Landakirkju. Altarisganga og afskrýðing altaris. Föstudagurinn langi, 30. mars 11.00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Píslarsagan lesin af sóknarbörnum. Páskadagur, 1. apríl 8.00 Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun Morgunverður í boði sóknarnefndar að [...]

2018-03-23T14:16:38+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagskrá Landakirkju 2018

Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Biblían á íslensku er nú aðgengileg öllum íslendingum á alþjóðlegu biblíuappi Youversion. Tilkoma snjalltækja felur í sér mikla samfélagsbreytingu og er stór hluti íslendinga með snjalltæki á sér flestar stundir. Þegar Biblían verður aðgengileg á slíku appi þá þýðir það að meirihluti íslendinga verður með rafrænan aðgang að Biblíunni í vasanum, allar stundir! „Það á [...]

2018-03-22T11:26:29+00:00 22. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Íslensk þýðing Biblíunnar loks fáanleg í smáforriti

Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Kl. 15:00 á sunnudag, strax að lokinni messu, fer aðalfundur Kvenfélags Landakirkju fram í safnaðarheimli Landakirkju. Er hér um að ræða kjörið tækifæri fyrir konur að ganga í félagið og láta gott af sér leiða fyrir kirkjuna og samfélagið. Á dagskrá eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2018-03-01T13:59:02+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Kvenfélags Landakirkja á sunnudag

Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Árlegur alþjóðlegur bænadagur kvenna fer fram á morgun, föstudag. Konur í Kristi hér í Vestmannaeyjum láta ekki sitt eftir liggja og taka virkan þátt í deginum í ár rétt eins og undanfarin ár. Mun hópurinn hittast kl. 16:30 á föstudag við Safnahúsið að Ráðhúströð og ganga fylgtu liði upp í Landakirkju en þar verður samverustund [...]

2018-03-01T13:54:09+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Frábært fermingarmót sl. föstudag

Sl. föstudag var haldið vel heppnað og skemmtilegt fermingarmót þar sem fermingarbörn vorsins komu saman í söng, leik og fræðslu í Landakirkju. Svona mót er haldið árlega og er markmið þeirra að víkka sýn árgangsins á trúna á Guð föður, gefa þeim tæki til þess að eiga í samskiptum við Hann og kynnast hvert öðru [...]

2018-03-01T13:31:11+00:00 1. mars 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Frábært fermingarmót sl. föstudag

Fermingarmót á föstudag

Fermingarárgangur komandi vors mun koma saman í Landakirkju á sérstöku fermingarnámskeiði föstudaginn 23. febrúar. Er dagskrá frá kl. 9:00 til 19:00 sem samanstendur af fræðslum, góðum mat, leik, söng og gleði. Þau Pétur Ragnhildarson og Ásta Guðrun Guðmundsdóttir koma til með að keyra mótið áfram ásamt Gísla Stefánssyni, sr. Guðmundi Erni Jónssyni og sr. Viðari [...]

2018-02-22T13:35:00+00:00 22. febrúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarmót á föstudag

Gídeon Guðsþjónusta á sunnudag

Nk. sunnudag kl. 14:00 verður Gídeon Guðsþjónusta í Landakirkju. Félagar úr Gídeon lesa ritningarlestra, flytja vitnisburð og Geir Jón Þórisson prédikar. Sr. Guðmundur Örn þjónar. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.

2018-02-07T19:25:55+00:00 7. febrúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gídeon Guðsþjónusta á sunnudag

Sunnudagaskólinn fer af stað eftir jólafrí

Sunnudaginn nk. 14. janúar fer sunnudagaskólinn aftur af stað eftir jólafrí og það kl. 11:00 eins og lög og reglur gera ráð fyrir. Sr. Guðmundur Örn leiðir stundina á samt Jarli Sigurgeirs, en þeir félagar lofa miklu fjöri. Sagan og leikritið verða á sínum stað ásamt gömlu góðu barnasálmana í bland við minna flutta en [...]

2018-01-11T17:48:30+00:00 11. janúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn fer af stað eftir jólafrí

Stuð í Stafkirkjunni í tilefni þrettánda

Þrettándaguðsþjónusta verður haldin hátíðleg í Stafkirkjunni nk. sunnudag kl. 13:00. Tónlistin verður ekki af verri endanum en mun hið margrómaða Tríó Þóris Ólafssonar leika fyrir Drottinn vorn og kirkjugesti. Tríó Þóris Ólafssonar ættu flestir að þekkja en þeir félagar hafa haldið uppi stemningunni á Sparisjóðs- og Landsbandsbanka dögum á Goslokum undanfarinna ára ásamt því að [...]

2018-01-04T14:07:43+00:00 4. janúar 2018|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Stuð í Stafkirkjunni í tilefni þrettánda

Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót

Dagskrá Landakirkju verður sem hér segir yfir jól og áramót Sunnudagur 24. desember - Aðfangadagur jóla Kl. 14:00 Bænastund í Vestmannaeyjakirkjugarði. Látinna minnst líkt og undanfarin ár. Kl. 18:00 Aftansöngur á aðfangadag í Landakirkju. Sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Kl. 23:30 Miðnæturmessa á aðfangadagskvöldi í [...]

2017-12-22T12:53:20+00:00 21. desember 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju yfir jól og áramót
Go to Top