Fréttir

Messa og tónleikar á sunnudag í Landakirkju

Sérstakir gestir verða í Guðsþjónustu sunnudagsins en 9 manna kammersveit La Sierra háskólans í Kaliforníu mun flytja nokkur verk í athöfninni. Sr. Viðar Stefánsson predikar og þjónar fyrir altari og Kitty Kovács leiðir Kór Landakirkju sem er nýkomin heim frá Ungverjalandi Kammersveitin heldur svo tónleika í Landakirkju kl. 17.00. Er hér um einstakt tækifæri til [...]

2017-06-22T16:16:36+00:00 22. júní 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messa og tónleikar á sunnudag í Landakirkju

Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag

Glatt verður á hjalla í Landakirkju á sunnudag kl. 11:00. Sr. Kristján Björnsson fyrrverandi sóknarprestur okkar Eyjamanna mun flytja hugvekju dagsins en sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari. Hin ástsæla hljómsveit Jakkalakkar mun annast hljóðfæraleik og söng í fjarveru Kórs Landakirkju sem er á ferðalagi.  Að sjálfsögðu er öllum frjálst að syngja með og efla [...]

2017-06-15T12:00:11+00:00 15. júní 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jakkalakkarnir og sr. Kristján Björnsson á sunnudag

Messa á sjómannadag

Messað verður á sjómannadag 11. júní nk. kl. 13:00 líkt og vant er á þeim degi. Lagður verður blómsveigur við minnisvarða um drukknaða og hrapaða að messu lokinni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og sr. Guðmundur Örn prédikar og þjónar fyrir altari.

2017-06-08T00:06:00+00:00 8. júní 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messa á sjómannadag

Ferming á hvítasunnudag

Fermt verður á hvítasunnudagsmorgun kl. 11.00 í Landakirkju en Súsanna Sif Sigfúsdóttir játast þá frelsaranum. Sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari og Kitty Kovács organisti leiðir söng Kórs Landakirkju. Post 2.1-4 (-11) „Þá er upp var runninn hvítasunnudagur voru allir saman komnir á einum stað. Varð þá skyndilega gnýr af himni, eins og óveður væri [...]

2017-06-01T09:43:26+00:00 1. júní 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ferming á hvítasunnudag

Fjölmenningarsamvera í Landakirkju á sunnudag

Næsta sunnudag, 28. maí kl. 11:00, verður fjölmenningarsamvera í Landakirkju í stað hefðbundinnar guðsþjónustu. Er þetta í fyrsta skipti sem slík samvera er haldin í kirkjunni og má segja að um alþjóðlega hátíð sé að ræða þar sem fjölbreytileika þjóðanna er fagnað. Samveran hefst í kirkjunni þar sem ritningarlestrar verða lesnir á nokkrum tungumálum og tónlistin verður einnig [...]

2017-05-24T23:09:35+00:00 24. maí 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fjölmenningarsamvera í Landakirkju á sunnudag

Messudagur aldraðra á uppstigningardag

Messudegi aldraðra verður fagnað í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 25. maí með messu í Landakirkju kl. 14.00. Kór eldri borgara í Vestmannaeyjum syngur undir stjórn Lalla. Rétt er að geta þess að hér er í raun um poppmessu að ræða, og sönghópur félags eldri borgara auðvitað þekktur fyrir kraftmikinn og góðan söng. Allir hjartanlega velkomnir.

2017-05-24T23:03:18+00:00 24. maí 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messudagur aldraðra á uppstigningardag

Síðasta ferming vorsins á laugardag

Þau verða 8 talsins fermingarbörnin sem játast Jesú Kristi á laugardag kl. 11.00 í Landakirkju. Líkt og áður taka þeir félagarnir sr. Guðmundur og sr. Viðar að sér það góða verk að leiða börnin í gegnum athöfnina. Kór Landakirkju syngur sálma og Kitty Kóvacs stjórnar þeim góða gjörning. Hér að neðan má sjá nöfn þeirra [...]

2017-05-10T23:45:35+00:00 10. maí 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðasta ferming vorsins á laugardag

Batamessa og messudagur Oddfellow systra á mæðradegi í Landakirkju

Næsta sunnudag, á mæðradeginum, kl. 11.00 verður batamessa í Landakirkju og er hún haldin í samstarfi við Vini í bata sem halda utan um 12 spora starf kirkjunnar. Vinir í bata koma að messunni með dágóðum hætti og mun vinur í bata flytja vitnisburð um 12 spora starfið. Einnig er þetta messudagur Oddfellow systra og [...]

2017-05-09T12:27:15+00:00 9. maí 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Batamessa og messudagur Oddfellow systra á mæðradegi í Landakirkju

Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Á sunnudaginn nk. kl. 11.00 fer árleg Vorhátíð Landakirkju fram. Hátíðin hefst á fjölskyldumessu þar sem sunnudagaskólinn og hefðbundar guðsþjónustur mætast í söng og boðun. Gísli og Jarl verða á staðnum með gítarana og Kór Landakirkju syngur sálma undir stjórn organistans Kitty Kovács. Þeir sr. Guðmundur og sr. Viðar verða svo á sínum stað. Að [...]

2017-05-04T09:23:04+00:00 4. maí 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju á sunnudag

Fermingar og sunnudagaskóli í Landakirkju um helgina

Fermingarvorið heldur áfram á Landakirkju um helgina, en 17 fermingabörn fermast þá, 10 á laugardag og 7 á sunnudag. Báðar stundirnar hefjast kl. 11.00 og muni  sr. Viðar og sr. Guðmundur leiða stundirnar í sameiningu og þjóna fyrir altari. Kitty Kovács organisti fer fyrir Kór Landakirkju sem leiðir sálmasöng. Þess má geta að síðasti hefðbundni [...]

2017-04-27T12:28:16+00:00 27. apríl 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingar og sunnudagaskóli í Landakirkju um helgina

Fermt laugardag og sunnudag

Alls munu 12 fermingarbörn játast Jesú Kristi nk. laugardag og sunnudag í Landakirkju, átta á laugardeginum og fjögur á sunnudeginum. Þeir sr. Guðmundur Örn Jónsson og sr. Viðar Stefánsson munu ferma og þjóna fyrir altari. Kór Landakirkju mun flytja sálma undir stjórn Kitty Kovács og syngja við útgöngu Ungi vinur; þjóðhátíðarlagið 1966 eftir þá félaga [...]

2017-04-21T13:55:24+00:00 21. apríl 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermt laugardag og sunnudag

Dagskrá í dymbilviku og á páskum

Dagskrá í Landakirkju í dymbilviku og á páskum er sem hér segir Skírdagur, 13. apríl Kl. 20.00. Kvöldmessa. Sóknarnefndin aðstoðar við afskrýðingu altaris í lok messu. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Viðar Stefánsson prédikar og þjónar fyrir altari. Föstudagurinn langi, 14. apríl Kl. 11.00. Guðsþjónusta. Fólk úr söfnuðinum les píslarsöguna í stað [...]

2017-04-11T12:48:55+00:00 11. apríl 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá í dymbilviku og á páskum

Fyrstu fermingar vorsins á sunnudag

Þau verða 8 talsins, fermingarbörnin sem játast Kristi nk. sunnudag. Þessi duglegi hópur ungmenna er búinn að stunda fermingarfræðsluna af kappi í vetur hjá þeim sr. Guðmundi og sr. Viðari og hefur gengið vel. Þetta verða einmitt fyrstu ungmennin sem sr. Viðar fermir og mun honum án vafa takast verkið vel, en sr. Guðmundur verður honum [...]

2017-04-05T22:43:08+00:00 5. apríl 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrstu fermingar vorsins á sunnudag

Sr. Axel Á. Njarðvík messar á sunnudag

Sr. Axel Á. Njarðvík héraðsprestur Suðurprófastsdæmis mun þjóna í Landakirkju, sunnudaginn nk. þann 12. mars kl. 11:00 og 14:00, í fjarveru sr. Guðmundar og sr. Viðars. Eins og glöggir hafa tekið eftir hefur sr. Axel gefið kost á sér sem næsti vígslubiskup í Skálholti. Glöggir hafa einnig orðið varir við að okkar gamli sóknarprestur, sr. [...]

2017-03-09T09:47:22+00:00 9. mars 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Axel Á. Njarðvík messar á sunnudag

Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Haldið verður upp á alþjóðlegan bænadaga kvenna hér í Vestmannaeyjum með göngu sem hefst við Ráðhús Vestmannaeyja kl. 17:00 á morgun, föstudag og lýkur með samveru í Landakirkju kl. 18:00. Frekari upplýsingar er að finna hér.

2017-03-02T11:58:04+00:00 2. mars 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Alþjóðlegur bænadagur kvenna á föstudag

Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju á laugardag

Kvenfélag Landakirkju heldur aðalfund sinni í sal safnaðarheimilis Landakirkju nk. laugardag, þann 18. febrúar kl. 17:30. Stjórnin býður upp á skemmtiatriði fyrir fundargesti í bland við hefðbundin aðalfundarstörf.

2017-02-16T10:09:59+00:00 16. febrúar 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalfundur Kvenfélags Landakirkju á laugardag

Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og kirkjugarðs á sunnudag

Á sunnudag, þann 29. janúar verður aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og Vestmannaeyjakirkjugarðs haldinn í safnaðarheimili Landakirkju að lokinni messu eða um kl. 15.00. Efni fundarins eru hefðbundin aðalfundarstörf.

2017-01-26T12:57:31+00:00 26. janúar 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðalsafnaðarfundur Ofanleitissóknar og kirkjugarðs á sunnudag

Helgihald í Landakirkju og Stafkirkju á þrettándahelgi

Sunnudagaskólinn hefst með pompi og prakt eftir fínt jólafrí nk. sunnudag þann 8. janúar kl. 11.00. Sr. Guðmundur Örn og Gísli Stefáns keyra fjörið áfram. Bíó, söngur, saga og mikið fjör á boðstólnum. Messa sunnudagsins verður svo kl. 13:00 í Stafkirkjunni. Sr. Guðmundur Örn þjónar og flytur hugvekju. Þrettándalög fá að hljóma í bland við gamla, [...]

2017-01-04T21:18:53+00:00 4. janúar 2017|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald í Landakirkju og Stafkirkju á þrettándahelgi
Go to Top