Fréttir

Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg

Nk. helgi, 19.-21. febrúar fer Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum á Friðriksmót KFUM og KFUK á Íslandi sem haldið er í Vatnaskógi. Rík hefð er fyrir því að Æskulýðsfélagið fari á árleg febrúarmót í Vatnaskógi. Þau mót hafa jafnan verið nefnd Landsmót unglingadeilda en á síðasta ári var sú ákvörðun tekin að horfa frá [...]

2016-02-16T09:26:33+00:00 16. febrúar 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg

Helgistund á þrettánda í Stafkirkjunni

Helgistund verður í Stafkirkjunni sunnudaginn 10. janúar kl. 13.00. Sr. Guðmundur Örn Jónsson fer með hugvekju. Í kristni er þrettándinn dagur vitringanna þriggja sem komu og færðu nýfæddum Jesú gjafir, gull, reykelsi og myrru.

2016-01-05T09:24:19+00:00 5. janúar 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgistund á þrettánda í Stafkirkjunni

Í Betlehem er barn oss fætt

Á sunnudag nk. 2. sunnudag aðventu verður kveikt á kerti Betlehems á aðventukransinum til þess að minnast fæðingarstaðar frelsara okkur, Jesú Krists. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með söng, sögu og leikrit og í messunni kl. 14:00 koma Litlir lærisveinar fram og syngja fyrir kirkjugesti undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Úrsúla Árnadóttir fræðir börnin í sunnudagaskólanum og [...]

2015-12-01T11:44:07+00:00 1. desember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Í Betlehem er barn oss fætt

Sannlega, sannlega segi ég yður, síðasti sunnudagur kirkjuársins.

Sunnudagurinn nk. sem er sá síðasti á kirkjuárinu verður með hefðbundnara sniði en sá síðasti en þá komu rúmlega 250 manns í Pink Floyd messu sem heppnaðist afar vel. Fyrir utan barnamessu, guðsþjónustu og æskulýðsfund hjá Æskulýðsfélaginu verður helgistund á Hraunbúðum kl. 15:25. Guðspjall dagsins verður úr Jóhannesar Guðspjalli 5. kafla: „Sannlega, sannlega segi ég [...]

2015-11-17T13:32:06+00:00 17. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sannlega, sannlega segi ég yður, síðasti sunnudagur kirkjuársins.

Pink Floyd messa á sunnudagskvöld

Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00 verður Pink Floyd messa í Landakirkju. Í messunni verða flutt lög af plötunum The Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall en þessar þrjár plötur eru nú þegar orðnar sígildar í huga hins almenna tónlistarunnanda. 9 manna hljómsveit sem samanstendur af þeim Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, [...]

2015-11-11T13:51:18+00:00 11. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Pink Floyd messa á sunnudagskvöld

Æskulýðsfélagið tekur þátt í Jól í skókassa

Sl. sunnudag voru 20 manns saman komin í Landakirkju til þess að taka þátt í góðgerðarverkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í Skókassa. Verkefnð er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim [...]

2015-11-03T10:01:36+00:00 3. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélagið tekur þátt í Jól í skókassa

Allraheilagramessa á sunnudag

Sr. Guðmundur Örn Jónsson messar á allra heilagra messu sunnudaginn 1. nóvember nk. en þá verður þeirra minnst sem dáið hafa á þessu ári sem liðið er frá síðustu allra heilagra messu. Allra heilagra messan á sér rætur í kaþólskan sið en á þeim degi er allra þeirra heilögu manna og kvenna minnst sem ekki [...]

2015-10-27T14:57:51+00:00 27. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allraheilagramessa á sunnudag

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar

Þriðjudaginn 3.nóvember kl. 17.00 – 19.00, munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða.  Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að hafa í huga að það [...]

2015-10-27T14:47:25+00:00 27. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar

Fermingardagar fermingarbarna vorið 2016

Hér er kominn listi yfir fermingardaga þeirra barna sem hafa skilað inn skráningarblaði vegna fermingarfræðslu, enn eru nokkur börn sem ekki hafa skilað inn skráningarblaði, og það gæti verið skýringin á því hvers vegna þau eru ekki á þessum lista. Bið foreldra og forráðamenn að athuga það.   Pálmasunnudagur 20.mars Anna Margrét Jónsdóttir Faxastíg 14 [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 23. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingardagar fermingarbarna vorið 2016

Bæjarbúum boðið á Karnival í Höllinni

Á laugardaginn nk. 24. október, bjóða unglingar á landsmóti ÆSKÞ Eyjamönnum og börnum á fjörugt og skemmtilegt fjölskyldu-karnival í Höllinni frá kl.14.30-16.00. Á Karnivalinu verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur, kaffi og meðlæti, sælgæti og fleira. Fyrir börnin bjóðum við upp á leikjabása, þrautir, andlitsmálun, armbandagerð og margt fleira. Dans og söngatriði frá unglingunum á sviðinu. [...]

2015-10-21T08:59:04+00:00 21. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bæjarbúum boðið á Karnival í Höllinni

Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki

Sunnudagurinn verður með hefðbundu móti. Sunnudagaskóli kl 11:00 í öllu sínu veldi. Fermingarbörn með leikrit, Holy Moly og söng og gleði. Messað verður kl 14:00 en Sr. Guðmundur Örn les Guðspjall dagsins og predikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Fermingarbörn sjá um ritningarlesta. Kl. 20:00 er svo síðasti fundur Æskulýðsfélagsins fyrir Landsmót [...]

2015-10-13T11:08:40+00:00 13. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki

Sr. Þorvaldur Víðisson messar – svo kemur þjóðhátíð

Sr. Þorvaldur Víðisson, biskupsritari og fyrrum prestur og sóknarprestur Landakirkju, þjónar um næstu helgi og messar sunnudaginn 26. júlí kl. 11. Við messuna er skírn og ferming og allir eru hjartanlega velkomnir. Skírnarþeginn kemur frá Danmörku og fermingarbarnið frá Þýskalandi, bæði barnabörn Hugins Sveinbjörnssonar málara. Kirkjan okkar stendur greinilega vel undir nafni sem mótsstaður safnaðarins [...]

2015-07-21T13:54:09+00:00 21. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Þorvaldur Víðisson messar – svo kemur þjóðhátíð

Sr. Kristján Björnsson í leyfi, bless-á-meðan messa 19. júlí

Sr. Kristján Björnsson hefur verið settur sóknarprestur í Eyrarbakkaprestakalli fram á mitt næsta sumar. Síðasta guðsþjónusta hans í Landakirkju fyrir þessar breytingar verður núna sunnudaginn 19. júlí kl. 11. Það er því nokkurs konar bless-á-meðan-messa hans í Eyjum. Kristján og fjölskylda hans mun búa í Reykjavík fyrst um sinn og gegna þjónustunni þaðan og með [...]

2015-07-15T18:29:24+00:00 15. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sr. Kristján Björnsson í leyfi, bless-á-meðan messa 19. júlí

Sumarmessa og samfélag við Krist

Nú stefnir í tveggja stafa tölu og afar fáa metra á sekúndu og viðrar svo vel til kirkjugöngu að við getum talað um sumarmessu. Messa er samfélag við Krist og það er áréttað með altarisgöngunni. Söfnuður er líka best skilgreindur sem samfélag við Krist. Það er kirkja og við skulum minna okkur á það með [...]

2015-07-11T10:27:25+00:00 11. júlí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarmessa og samfélag við Krist

Samkirkjuleg göngumessa á Goslokum

Í tilefni af árlegri Goslokahátíð verður líkt og undanfarin ár gengið frá Landakirkju að gíg Eldfells og þaðan að Stafkirkjunni. Um er að ræða samkirkjulega guðsþjónusta þar sem kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács og Lúðrasveit Vestmannaeyja leikur. Sr. Kristján Björnsson prédikar við krossinn í gíg Eldfells. Í lok guðsþjónustu og göngu býður sóknarnefnd [...]

2015-06-29T17:26:23+00:00 29. júní 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Samkirkjuleg göngumessa á Goslokum

Kom hvítasunna í söng með sumardægrin björt og löng – og lúðrahljómi

Sumar, ljómi sólar og græni skrúði sumars er samstíga hvítasunnuhátíðinni í kirkjunni. Vegna þessa samhengis er fjölskylduguðsþjónusta í Landakirkju og allir geta komið til kirkju. Kvintett trompettspilara leikur Rondo og vekur söfnuðinn eftir ræðuna. Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács leikur á orgelið og stýrir söngnum á hátíðinni, en sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari [...]

2015-05-22T13:14:27+00:00 20. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kom hvítasunna í söng með sumardægrin björt og löng – og lúðrahljómi

Batamessa með Vinum í Bata og allir batna

Batamessur hafa verið haldnar í nokkur ár í tengslum við afar gott starf Vina í bata og eru allir velkomnir. "Tólf spora andlegt ferðalag" heita námskeiðin en batamessa er samt sjálfstætt framhald af þeirri mynd sem þau gefa af vinnu með trúarþroska og dýpri skilning á inntaki kristinnar trúar. Nú er batamessa í Landakirkju sunnudaginn [...]

2015-05-12T21:30:40+00:00 12. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Batamessa með Vinum í Bata og allir batna

Sönghópur eldri borgara og kirkjukaffi Kvenfélagsins

Uppstigningardagur er dagur aldraðra í kirkjunni og er guðsþjónusta kl. 14 með kirkjukaffi á eftir. Félag eldri borgara kemur með Söngsveitina sína undir stjórn Lalla og syngur alla söngva í guðsþjónustunni. Kvenfélag Landakirkju sýnir sama rausnarskapinn og áður og býður í kirkjukaffi eftir kirkjuna. Boðið verður uppá akstur frá Hraunbúðum til og frá Landakirkju. [...]

2015-05-12T20:52:56+00:00 12. maí 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sönghópur eldri borgara og kirkjukaffi Kvenfélagsins

Vorhátíð Landakirkju 2015

Næstkomandi sunnudag verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Hátíðin hefst með fjölskylduguðsþjónustu kl. 12:00 og munu prestar, starfsfólk og sóknarbörn sjá um fjörið. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács, og Gísli Stefáns og Jarl Sigurgeirs munu slá á létta strengi með krökkunum sem syngja sunnudagaskólalögin. Eftir messuna verður kirkjugestum svo boðið í grillaðar pylsur og svaladrykk en [...]

2015-04-21T14:42:22+00:00 21. apríl 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju 2015
Go to Top