Fréttir

Messudagur aldraðra á uppstigningardag

Messudegi aldraðra verður fagnað í Landakirkju á uppstigningardag, fimmtudaginn 5. maí með messu í Landakirkju kl. 14.00. Kór eldri borgara í Vestmannaeyjum syngur undir stjórn Lalla og sr. Guðmundur Örn Jónsson predikar. Að lokinni athöfn býður Kvenfélag Landakirkju kirkjugestum til kaffisamsætis.

2016-05-03T11:25:08+00:00 3. maí 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messudagur aldraðra á uppstigningardag

Vorhátíð Landakirkju í hádeginu á sunnudag

Núna á sunnudaginn þann 24. apríl verður árleg Vorhátíð Landakirkju haldin hátíðleg. Sunnudagaskólasöngurinn og sagan verða á sínum stað en einnig munu þátttakendur í Kirkjustarfi fatlaðra syngja lag og Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács flytja sálma. Sr. Úrsúla Árnadóttir mun leiða stundina ásamt Gísla Stefánssyni og Jarli Sigurgeirsyni sem munu munda gítarana. Að stundinni lokinni [...]

2016-04-22T09:57:28+00:00 22. apríl 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vorhátíð Landakirkju í hádeginu á sunnudag

Barna- og fjölskyldumessa í Landakirkju á sunnudagsmorgun

Sunnudagsmorguninn nk kl. 11:00 verður barna- og fjölskyldumessa í Landakirkju. Sunnudagaskólalögin verða sungin undir villtum gítarleik Jarls Sigurgeirssonar í bland við sálmasöng hins frábæra Kórs Landakirkju sem líkt og áður er undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Guðmundur Örn bíður svo upp á krassandi biblíuspennusögu.

2016-04-14T09:30:53+00:00 14. apríl 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Barna- og fjölskyldumessa í Landakirkju á sunnudagsmorgun

Sunnudagaskólinn í Landakirkju á sunnudag

Í fermingartíðinni á vorin er vaninn að sunnudagaskólin færist niður í safnaðarheimilið á meðan að fermingarmessan stendur yfir. Nk. sunnudag verður hins vegar engin fermingarmessa en fermt verður á laugardag þessa helgi. Kirkjugestir eru því boðnir margvelkomnir í sunnudagaskóla uppi í Landakirkju nk. sunnudag 3. apríl og það kl. 11.00 líkt og vanalega.

2016-03-29T10:30:44+00:00 29. mars 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagaskólinn í Landakirkju á sunnudag

Dagskrá Landakirkju á páskum

Skírdagur 24. mars Kl. 20.00 Guðsþjónusta á skírdagskvöld í Landakirkju. Altarisganga og afskrýðing altaris. Föstudagurinn langi 25. mars Kl. 11.00 Guðsþjónusta í Landakirkju. Píslasagan lesin af sóknarbörnum Páskadagur 27. mars Kl. 8.00 Hátíðarguðsþjónusta á páskadagsmorgun Morgunverður í boði sóknarnefndar að lokinni messu. Kl. 10:30 Hátíðarguðsþjónusta á Hraunbúðum.

2017-03-17T21:58:49+00:00 23. mars 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju á páskum

Fyrsta fermingarmessa vorsins og sunnudagaskóli

Alls 8 fermingarbörn verða fermd á sunnudag í Landakirkju í fyrstu fermingarmessunni þetta árið. Prestarnir okkar, þau Sr. Guðmundur Örn Jónsson og Sr. Úrsúla Árnadóttir leiða stundina og þjóna til altaris. Kór Landakirkju syngur svo sálma undir stjórn organistans Kitty Kovács. Fermingarnar eru vorboðinn í kirkjunni og því rétt að fara að setja sig í [...]

2016-03-15T10:08:12+00:00 15. mars 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsta fermingarmessa vorsins og sunnudagaskóli

Rokkmessa á sunnudagskvöld

Sunnudaginn nk. þann 6. mars er Æskulýðsdagur Þjóðkirkjunnar haldin hátíðlegur í öllum kirkjum landsins og í tilefni af því ætlar Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K í Vestmannaeyjum að standa fyrr Rokkmessu. Fyrir hart nær 20 árum síðan, í tíð Bjarna Karlssonar og Jónu Hrannar Bolladóttur, var slík messa haldin og voru það drengirnir í [...]

2016-03-01T13:04:45+00:00 1. mars 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Rokkmessa á sunnudagskvöld

Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg

Nk. helgi, 19.-21. febrúar fer Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum á Friðriksmót KFUM og KFUK á Íslandi sem haldið er í Vatnaskógi. Rík hefð er fyrir því að Æskulýðsfélagið fari á árleg febrúarmót í Vatnaskógi. Þau mót hafa jafnan verið nefnd Landsmót unglingadeilda en á síðasta ári var sú ákvörðun tekin að horfa frá [...]

2016-02-16T09:26:33+00:00 16. febrúar 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélagið í Vatnaskóg

Helgistund á þrettánda í Stafkirkjunni

Helgistund verður í Stafkirkjunni sunnudaginn 10. janúar kl. 13.00. Sr. Guðmundur Örn Jónsson fer með hugvekju. Í kristni er þrettándinn dagur vitringanna þriggja sem komu og færðu nýfæddum Jesú gjafir, gull, reykelsi og myrru.

2016-01-05T09:24:19+00:00 5. janúar 2016|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgistund á þrettánda í Stafkirkjunni

Í Betlehem er barn oss fætt

Á sunnudag nk. 2. sunnudag aðventu verður kveikt á kerti Betlehems á aðventukransinum til þess að minnast fæðingarstaðar frelsara okkur, Jesú Krists. Sunnudagaskólinn verður á sínum stað með söng, sögu og leikrit og í messunni kl. 14:00 koma Litlir lærisveinar fram og syngja fyrir kirkjugesti undir stjórn Kitty Kovács. Sr. Úrsúla Árnadóttir fræðir börnin í sunnudagaskólanum og [...]

2015-12-01T11:44:07+00:00 1. desember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Í Betlehem er barn oss fætt

Sannlega, sannlega segi ég yður, síðasti sunnudagur kirkjuársins.

Sunnudagurinn nk. sem er sá síðasti á kirkjuárinu verður með hefðbundnara sniði en sá síðasti en þá komu rúmlega 250 manns í Pink Floyd messu sem heppnaðist afar vel. Fyrir utan barnamessu, guðsþjónustu og æskulýðsfund hjá Æskulýðsfélaginu verður helgistund á Hraunbúðum kl. 15:25. Guðspjall dagsins verður úr Jóhannesar Guðspjalli 5. kafla: „Sannlega, sannlega segi ég [...]

2015-11-17T13:32:06+00:00 17. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sannlega, sannlega segi ég yður, síðasti sunnudagur kirkjuársins.

Pink Floyd messa á sunnudagskvöld

Næstkomandi sunnudagskvöld kl. 20:00 verður Pink Floyd messa í Landakirkju. Í messunni verða flutt lög af plötunum The Dark Side of the Moon, Wish You Were Here og The Wall en þessar þrjár plötur eru nú þegar orðnar sígildar í huga hins almenna tónlistarunnanda. 9 manna hljómsveit sem samanstendur af þeim Birgi Nielsen, Kristni Jónssyni, [...]

2015-11-11T13:51:18+00:00 11. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Pink Floyd messa á sunnudagskvöld

Æskulýðsfélagið tekur þátt í Jól í skókassa

Sl. sunnudag voru 20 manns saman komin í Landakirkju til þess að taka þátt í góðgerðarverkefni KFUM og KFUK á Íslandi, Jól í Skókassa. Verkefnð er alþjóðlegt verkefni sem felst í því að fá börn jafnt sem fullorðna til þess að gleðja önnur börn sem lifa við fátækt, sjúkdóma og erfiðleika með því að gefa þeim [...]

2015-11-03T10:01:36+00:00 3. nóvember 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélagið tekur þátt í Jól í skókassa

Allraheilagramessa á sunnudag

Sr. Guðmundur Örn Jónsson messar á allra heilagra messu sunnudaginn 1. nóvember nk. en þá verður þeirra minnst sem dáið hafa á þessu ári sem liðið er frá síðustu allra heilagra messu. Allra heilagra messan á sér rætur í kaþólskan sið en á þeim degi er allra þeirra heilögu manna og kvenna minnst sem ekki [...]

2015-10-27T14:57:51+00:00 27. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allraheilagramessa á sunnudag

Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar

Þriðjudaginn 3.nóvember kl. 17.00 – 19.00, munu fermingarbörn í Landakirkju ganga í hús og safna fyrir vatnsverkefni Hjálparstarfs Kirkjunnar. Hér er um hina árlegu söfnun fermingarbarna að ræða.  Fyrir söfnunina hafa fermingarbörnin fengið fræðslu um verkefnið, sem snýst um að safna fyrir vatnsbrunnum í Eþíópíu og Úganda. Það er ágætt að hafa í huga að það [...]

2015-10-27T14:47:25+00:00 27. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn safna fyrir Hjálparstarf Kirkjunnar

Fermingardagar fermingarbarna vorið 2016

Hér er kominn listi yfir fermingardaga þeirra barna sem hafa skilað inn skráningarblaði vegna fermingarfræðslu, enn eru nokkur börn sem ekki hafa skilað inn skráningarblaði, og það gæti verið skýringin á því hvers vegna þau eru ekki á þessum lista. Bið foreldra og forráðamenn að athuga það.   Pálmasunnudagur 20.mars Anna Margrét Jónsdóttir Faxastíg 14 [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 23. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingardagar fermingarbarna vorið 2016

Bæjarbúum boðið á Karnival í Höllinni

Á laugardaginn nk. 24. október, bjóða unglingar á landsmóti ÆSKÞ Eyjamönnum og börnum á fjörugt og skemmtilegt fjölskyldu-karnival í Höllinni frá kl.14.30-16.00. Á Karnivalinu verður hægt að kaupa nýbakaðar vöfflur, kaffi og meðlæti, sælgæti og fleira. Fyrir börnin bjóðum við upp á leikjabása, þrautir, andlitsmálun, armbandagerð og margt fleira. Dans og söngatriði frá unglingunum á sviðinu. [...]

2015-10-21T08:59:04+00:00 21. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bæjarbúum boðið á Karnival í Höllinni

Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki

Sunnudagurinn verður með hefðbundu móti. Sunnudagaskóli kl 11:00 í öllu sínu veldi. Fermingarbörn með leikrit, Holy Moly og söng og gleði. Messað verður kl 14:00 en Sr. Guðmundur Örn les Guðspjall dagsins og predikar og Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács. Fermingarbörn sjá um ritningarlesta. Kl. 20:00 er svo síðasti fundur Æskulýðsfélagsins fyrir Landsmót [...]

2015-10-13T11:08:40+00:00 13. október 2015|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tollheimtumenn og skækjur verða á undan ykkur inn í Guðs ríki
Go to Top