Fréttir

Helgileikur á þriðja sunnudegi í aðventu

Á sunnudaginn, þann þriðja í aðventu, verður helgileikurinn um fæðingu Frelsarans sýndur í Landakirkju af 5. bekk. Hefst stundin á hefðbundunum sunnudagaskólatíma, kl. 11:00 og munu barnafræðarar og prestar hafa sitthvað til viðbótar í pokahorninu. Rík hefð hefur skapast í kringum þennan gjörning, en á ár hvert sína nemendur skólans helgileikinn bæði í Landakirkju á þriðja [...]

2014-12-10T12:50:44+00:00 10. desember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur á þriðja sunnudegi í aðventu

Bíómynd fyrir fermingarbörnin – The Nativity Story

Í byrjun næstu viku verður sýning á stórmyndinni The Nativity Story (Fæðingarsaga Jesú frá Nazaret) fyrir fermingarbörnin í Safnaðarheimilinu. Tíminn verður ákveðinn í samráði við kennara 8. bekkinga og eru allir nemendur þessa árgangs velkomnir á bíóið. Þessi sýning er lokaverkefnið í fermingarfræðslu fyrir jól en auðvitað keppast þau við að koma í eina guðsþjónustu [...]

2014-12-08T14:15:40+00:00 8. desember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Bíómynd fyrir fermingarbörnin – The Nativity Story

Þannig týnist tíminn

Prédikun í Landakirkju annan sunnudag í aðventu 2014, daginn eftir að óskalagið hans Bjartmars var valið óskalag þjóðarinnar á RÚV. Sr. Kristján Björnsson: „Þannig týnist tíminn.“ Þessi óræðu orð eru á gulnuðu blaði Bjartmars Guðlaugssonar í laginu hans góða sem var valið óskalag íslensku þjóðarinnar í gærkvöldi eftir mikla kynningu og tónlistardagskrá RÚV í allt [...]

2014-12-07T18:31:19+00:00 7. desember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þannig týnist tíminn

Fyrsti í aðventu. Jólin á næsta leiti

30. nóvember nk. er fyrsti sunnudagur í aðventu og fyrsti dagur kirkjuársins. Hefst hann á barnaguðsþjónustu kl. 11:00 þar sem mikið verður gert úr söng og leik. Holy Moly hefur fundist aftur svo að sagan verður í því formi og fermingarbörn sjá um brúðuleikritið. Á spádómskerti aðventukransins verður tendrað ljós en það gætir alltaf mikillar eftirvæntingar [...]

2014-11-26T08:43:50+00:00 26. nóvember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsti í aðventu. Jólin á næsta leiti

Velheppnuð afmælismessa KFUM&K í Vestmannaeyjum

Ná á sunnudagskvöld sl. var haldin afmælismessa til heiðurs þeim 90 árum sem KFUM&K í Vestmannaeyjum hefur verið starfrækt. Hamingjan skein úr hverju andliti en messan var gríðar vel sótt og stemningin góð. Predikari kvöldsins var enginn annar en Ólafur Jóhann Borgþórsson sóknarprestur Seljakirkju en hann gat gott orð af sér sem æskulýðsfulltrúi Landakirkju hér á árum [...]

2014-11-28T12:02:12+00:00 24. nóvember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Velheppnuð afmælismessa KFUM&K í Vestmannaeyjum

Poppmessa í Landakirkju. 90 ára afmæli KFUM & K í Vestmannaeyjum

Fyrsta sunnudag í aðventu, þann 30. nóvember nk. eru 90 ár liðin frá stofnun KFUM&K í Vestmannaeyjum. Til að fagna þeim tímamótum hyggst stjórn KFUM&K í Vestmannaeyjum ásamt Æskulýðsfélagi Landakirkju bjóða öllum velunnurum félagsins til poppmessu í Landakirkju sunnudagskvöldið 23. nóvember nk. kl. 20:00. Á svæðinu verða gamalkunn andlit sem leitt hafa starf félagsins undanfarin [...]

2014-11-16T19:57:56+00:00 16. nóvember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Poppmessa í Landakirkju. 90 ára afmæli KFUM & K í Vestmannaeyjum

„Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“

Næst síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð hefst á barnaguðsþjónustu kl. 11:00. Söngur, gleði, leikrit fermingarbarna og saga. Gísli og Kristján sjá um stundina. Kl. 14:00 hefst svo guðsþjónusta dagsins. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács syndur sálma. Fermingabörnin lesa úr Heilagri Ritningu. Æskulýðsfélagið er með fund kl. 20:00 en [...]

2014-11-11T21:18:34+00:00 11. nóvember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við „Sannlega segi ég yður, ég þekki yður ekki.“

„Far þú, sonur þinn lifir.“

Nk. sunnudagur, sá 21. eftir þrenningarhátíð í Landakirkju verður sem hér segir. Barnaguðsþjónusta kl. 11:00. Söngur, gleði, leikrit fermingarbarna og saga í hæsta gæðaflokki. Sr. Guðmundur og Jarl sjá um stundina. Messa kl. 14:00. Fermingarbörnin lesa upp úr Heilagri ritningu. Sálmasöngur  er í höndum Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács og sr. Kristján Björnsson prédikar. Æskulýðsfundur [...]

2014-11-05T09:50:40+00:00 5. nóvember 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við „Far þú, sonur þinn lifir.“

„Vertu hughraustur, barnið mitt…“

Sunnudagurinn 26. október í Landakirkju verður sem hér segir: Barnaguðsþjónusta kl. 11:00 með söng og gleði, sögu og leikriti í umsjón fermingarbarna. Stundin er í höndum sr. Guðmundar. Messa kl. 14:00. Sr. Guðmundur Örn predikar og sálmasöngur er í höndum Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács. Guðspjall dagsins segir frá því þegar Jesús læknaði lamaðan [...]

2014-10-21T12:02:02+00:00 21. október 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við „Vertu hughraustur, barnið mitt…“

Dagskrá sunnudagsins – Messunni útvarpað kl. 16:00

Við í Landakirkju hefum leikinn á sunnudagaskólanum kl. 11 nk. sunnudag 19. október. Söngur, grín, leikrit fermingarbarna og saga eins og endranær. Gísli og sr. Guðmundur sjá um stundina. Kl. 14 er messan á dagskrá. Sr. Kristján Björnsson þjónar fyrir altari og Kitty Kováks leiðir Kór Landakirkju í sálmasöngnum. Guðspjall dagsins er kærleiksboðorð Jesú Krists. [...]

2014-10-15T17:01:06+00:00 15. október 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá sunnudagsins – Messunni útvarpað kl. 16:00

Helgihald 5. október nk.

Sunnudagurinn 5. október verður með hefðbundnu sniði í Landakirkju. Barnaguðsþjónustan er kl. 11:00 eins og vanalega með söng, sögu og leikriti. Gísli og Sr. Guðmundur sjá um stundina. Þennan morgun verður lítill drengur færður til skírnar og er það alltaf vinsælt hjá þeim yngri. Guðsþjónustan er svo kl. 14:00. sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar fyrir [...]

2014-10-01T11:25:36+00:00 1. október 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald 5. október nk.

Guðsþjónustur sunnudagsins 28. september

Sunnudagurinn nk. hefst á Sunnudagaskólanum kl. 11:00 þar sem Sæþór Vídó leysir af á gítarnum. Sýningar á teiknimyndaflokkum HolyMoly hefjast sem og að söngurinn og brúðuleikrit fermingarbarnanna verða á sínum stað. Þema dagsins er „Faðir vor“. Guðsþjónustan kl. 14:00 verður á sínum stað. Fermingarbörnin lesa upp úr ritingunni og kór Landakirkju sér um sálmasöng undir [...]

2014-09-24T18:03:58+00:00 24. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónustur sunnudagsins 28. september

Tólf spora andlegt ferðalag – kynning og fyrstu fundir

Nú er að hefjast nýtt námskeið í trúarlegum efnum, Tólf spora andlegt ferðalag, á vegum Vina í bata. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 15. september kl. 19.30. Þessi fundur og næstu tveir fundir eru öllum opnir, en á fjórða fundi verður hópunum lokað og ekki bætt við eftir það. Þessi aðferð hentar öllum þeim sem vilja [...]

2014-09-14T20:00:49+00:00 14. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tólf spora andlegt ferðalag – kynning og fyrstu fundir

Styrkurinn liggur í reglulegri guðsþjónustu

Reglulegt helgihald er gott fyrir sálina. Gunnar Nelson segir að styrkurinn liggi í rútínunni. Við erum sammála því að það er styrkur okkar í trúnni að sækja reglulega helgihaldið í kirkjunni okkar. Sunnudagurinn 14. september er dæmi um reglulega góða guðsþjónustu. Barnaguðsþjónustan er kl. 11 og eftir hádegi er guðsþjónusta kl. 14. Það verður lögð [...]

2014-09-12T09:48:40+00:00 12. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Styrkurinn liggur í reglulegri guðsþjónustu

Fyrsta messa og fundur með fermingarbörnum og foreldrum

Fermingarbörn og foreldrar þeirra og/eða forráðamenn eru boðuð til fundar í kirkjunni sunnudaginn 7. september um fræðsluna í vetur og undirbúning að fermingunni í vor. Fundurinn hefst með messunni kl. 14 og í beinu framhaldi verður fundur í Safnaðarheimilinu. Fyrir helgi fara prestarnir í 8. bekk og útdeila skráningarblöðum en það er líka hægt að [...]

2014-09-04T08:30:37+00:00 2. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsta messa og fundur með fermingarbörnum og foreldrum

Síðsumarmessa með ósýrðu brauði að morgni. Pólsk messa síðdegis

Sunnudaginn 17. ágúst verður messa sem Eyjamenn eru hvattir til að sækja eða benda gestum sínum á. Lögð verður áhersla á altarisgönguna með því að nota ósýrt brauð sem prestshjónin baka fyrir messuna. Sunnudagsmessan er haldin kl. 11 og allir velkomnir. Kitty Kovács, organisti, er komin aftur heim eftir sumarleyfi og Kór Landakirkju syngur. Rétt [...]

2014-08-15T16:03:00+00:00 15. ágúst 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðsumarmessa með ósýrðu brauði að morgni. Pólsk messa síðdegis

Göngumessa á goslokahátíð

Göngumessa verður á goslokahátíð sunnudaginn 6. júlí. Hefst hún kl. 11 í Landakirkju. Gengið er upp að krossinum við Eldfell og þar er guðspjall og prédikun. Að því búnu er gengið að Stafkirkjunni við Skansinn þar sem messulokin verða. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi á kirkjulóðinni. Prestur er sr. Guðmundur Örn Jónsson og félagar úr Lúðrasveit [...]

2014-07-01T20:32:30+00:00 1. júlí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Göngumessa á goslokahátíð

Messa fyrir Pétur og Pál. Jarl og Gísli á gítar.

Sunnudagurinn 29. júní er messa þeirra Péturs og Páls svo það passar vel að nota orðatiltækið "fyrir Pétur og Pál". Og eigum við ekki að ræða það? Í messunni verða biblíumyndir fyrir börnin og svo er gengið til altaris. Guðspjallið er um það þegar boðið var til veislu og enginn þóttist geta komið. Þar sem [...]

2014-06-24T16:02:55+00:00 24. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messa fyrir Pétur og Pál. Jarl og Gísli á gítar.

Sumarguðsþjónusta á sólstöðum – Jónsmessustef – árgangur ´55

Sá öflugi árgangur ´55 mætir til kirkju á árgangsmótinu sínum um helgina og verða því flestir sálmar með töluna 55 í númerinu. Fimm er auk þess biblíuleg tala og heilög. Aðalþema guðsþjónustunnar er þó að finna í sumarsólstöðum og Jónsmessunni, messudegi Jóhannesar skírara, 24. júní. Við erum einnig að syngja nk. kveðjumessu með Kór Landakirkju [...]

2014-06-20T09:21:53+00:00 20. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarguðsþjónusta á sólstöðum – Jónsmessustef – árgangur ´55
Go to Top