Fréttir

Þrenningarhátíð í Landakirkju

Sunnudagurinn 15. júní er þrenningarhátíð í kirkjunni okkar og þá er messa kl. 11 með altarisgöngu, Kór Landakirkju og góðri tónlist undir stjórn Kitty Kovács. Þrenningarhátíð er fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu og verður reynt að gera þrenningunni sérstök skil og ræða efni kirkjudagsins út frá líðandi stund og sumartíð. Prestur er sr. Kristján Björnsson.

2014-06-14T19:15:09+00:00 14. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þrenningarhátíð í Landakirkju

Hvítasunna í sól og blíðu – Guðsþjónusta úti?

Hvítasunna er ein af stærstu hátíðum kirkjunnar um allar jarðir og nú er hún óvenju seint á ferðinni. Það er komið vel fram á sumar og spáð er hita, sól og blíðu. Rætist spáin færum við guðsþjónustuna út á lóð kirkjunnar eða á stéttina fyrir framan kirkjudyr og hefst hún kl. 11. Um hvítasunnuhelgina eru [...]

2014-06-05T17:29:54+00:00 5. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hvítasunna í sól og blíðu – Guðsþjónusta úti?

Sunnudagsguðsþjónusta, Dagur aldraðra, Sjómannadagur og Hvítasunna

Nokkrar guðsþjónustur eru framundan á ýmsum tímum á stórum helgidögum kirkjunnar. Sunnudaginn 25. maí verður sumarguðsþjónusta kl. 11. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson. Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, er dagur aldraðra í Þjóðkirkjunni með guðsþjónustu kl. 14 og kirkjukaffi Kvenfélags Landakirkju. Félagar í Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum [...]

2014-05-21T17:53:17+00:00 21. maí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagsguðsþjónusta, Dagur aldraðra, Sjómannadagur og Hvítasunna

Guðsþjónusta á mæðradegi

Messudagur Rebekkusystra. Í dag verður brugðið út frá hinu hefðbundna guðsþjónustuformi og boðið uppá batamessu fyrir alla Vestmannaeyinga. Rebekkusystur lesa ritningarlestra og leiða guðsþjónustuna ásamt sr. Guðmundi Erni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.  Hér er um spennandi og öðruvísi messuform að ræða sem margir hefðu án efa gaman af að kynna sér.  Allir [...]

2014-05-08T13:51:57+00:00 8. maí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á mæðradegi

Vígslubiskup í Skálholti vísiterar Landakirkju – Næst síðasta fermingin

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, heimsækir Eyjarnar og vísiterar Landakirkju með messu sunnudaginn 4. maí kl. 11 ásamt prófasti, sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur. Við messuna verður Grétar Þorgils Grétarsson fermdur. Prestar og sóknarnefnd vonast eftir góðri kirkjusókn og hvetja fólk til að koma og hitta vígslubiskupinn og fagna vori og fermingu í söfnuðinum. [...]

2014-05-04T09:09:30+00:00 28. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vígslubiskup í Skálholti vísiterar Landakirkju – Næst síðasta fermingin

Síðasta fermingarmessan og Vorhátið 2014

Laugardaginn nk. fer fram síðasta fermingarguðþjónusta þessa vetrar en þá munu níu fermingarbörn játast Jesú Kristi. Á sunnudag er svo Vorhátið Landakirkju en hún hefst stundvíslega kl. 11:00. Vorhátíðin sem haldin er á hverju ári markar lok vetrarstarfsins í Landakirkju en þá fara sunnudagaskóli og krakkaklúbbar í sumarfrí. Við taka messur á sumartíma, en þær verða [...]

2014-04-22T13:17:55+00:00 22. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðasta fermingarmessan og Vorhátið 2014

Páskadagsmorgunn með morgunkaffi og páskagleði

Páskadagsmorgun er hæsta hátíð kristinna manna. Hátíðarguðsþjónustan í Landakirkju hefst kl. átta árdegis. Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd og starfsfólk til morgunkaffis með rúnnstykkjum og vínarbrauði. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kittýar Kovács organista. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson. Guð gefi okkur öllum gleðilega páska!

2014-04-18T10:12:17+00:00 18. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagsmorgunn með morgunkaffi og páskagleði

Píslasaga Jesú Krists, kórverk tónlist og einsöngur

Guðsþjónusta föstudagsins langa hefst kl. 11. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa úr píslasögunni og félagar í Kirkjustarfi fatlaðra hjálpa til. Kór Landakirkju syngur kórverk og organistinn Kitty Kovács stýrir tónlistinni og leikur á orgelið. Guðmundur Davíðsson syngur einsöng. Prestur sr. Kristján Björnsson.

2014-04-18T10:08:13+00:00 18. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Píslasaga Jesú Krists, kórverk tónlist og einsöngur

Á skírdagskvöld ég kem til þín …

Þannig hefst skírdagssálmur Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Melgerði og við ætlum að syngja hann í kvöldmessu skírdags sem hefst kl. 20. Prédikun er í styttra lagi en lögð er áhersla á helgihald sem kallast afskrýðing altarisins. Það fer fram í lok messunnar þegar sóknarnefndin ber burt altarisgripi, skrúða og áhöld, og afskrýðir prestinn, en að því [...]

2014-04-17T09:34:23+00:00 17. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Á skírdagskvöld ég kem til þín …

Fyrstu fermingarnar um helgina

Nú á laugardag 5. apríl og sunnudag 6. apríl munu fyrstu fermingabörn þessa vetrar stíga fram og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þetta er eins og flestir vita stór áfangi í lífi hvers einstaklings og því er spenningur í mannskapnum. Hefjast fermingarmessurnar kl. 11:00 og marka þær upphaf sumartíma messna í Landakirkju. Báðir [...]

2014-04-03T09:45:20+00:00 3. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrstu fermingarnar um helgina

Kirkjusóknin í Vestmannaeyjaprestakalli 2013 var 5,5 sinnum íbúafjöldinn

Kirkjusókn var þokkaleg á síðasta ári en í endanlegri samantekt á messugjörðarskýrslum kemur í ljós hvernig hún skiptist á einstaka liði. Heildarfjöldi þeirra sem sótti messur og helgistundir í Landakirkju og á vegum presta hennar var 23.608 manns. Það er rúmlega 5,5 sinnum íbúafjöldi í Vestmannaeyjum en 6,5 sinnum skráðir félagar í Ofanleitissókn. Í þessari [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 28. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjusóknin í Vestmannaeyjaprestakalli 2013 var 5,5 sinnum íbúafjöldinn

Leiðréttingar á lista fermingarbarna

Því miður hafa mistök verið gerð við innslátt og skráningu fermingarbarna þetta vorið og biðst sóknarpresturinn afsökunar á því. Það hefur hins vegar leitt til þess að listar sem félög hafa sent út þarfnast leiðréttingar og af sömu sökum vantar mynd af einu fermingarbarnanna í fermingarblaði Eyjafrétta, Alexanders Andersen. Síðustu leiðréttingar voru svo settar inn [...]

2014-03-28T08:53:37+00:00 26. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Leiðréttingar á lista fermingarbarna

Gengið til altaris í útvarpsmessu

Í messunni kl. 14:00, á þessum öðrum sunnudegi í föstu, verður gengið til altaris. Sr. Guðmundur Örn Jónsson þjónar og Kór Landakirkju sér um sálmasöng undir dyggri stjórn kórstjórans og organistans Kittyar Kovács. Messunni verður svo útvarpað á útvarpsstöð allra Vestmannaeyinga, Ú.V. fm 104 kl . 16:00 Sunnudagaskólinn verður á sínum stað um morguninn með [...]

2014-03-13T23:23:54+00:00 13. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gengið til altaris í útvarpsmessu

James Bond mætir í messu 23. mars

Sunnudagskvöldið 23. mars nk. verður með frekar óhefðbundu sniði í Landakirkju. Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum ætlar að halda upp á Æskulýðsdag Þjóðkirkjunnar sem var 2. mars sl. þetta sunnudagskvöld með því að slá upp heljarinnar tónlistarmessu. Undanfarin 2 ár hafa messur að þessu tagi borið reglulega á góma og hefur tónlist meistara á [...]

2014-03-10T08:59:54+00:00 10. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við James Bond mætir í messu 23. mars

Fyrstu sunnudagur í föstu

Nú þegar allir hafa étið á sig gat með rjómabollum og saltkjöti og svo síðast með gotteríinu sem safnað var í poka með söng getur fasta hafist. Sunnudagurinn í Landakirkju hefst eins og vanalega kl. 11:00 með barnaguðsþjónustu, söng, leikriti, sögu og gleði undir stjórn sr. Guðmundar Jónssonar og Gísla Stefánssonar æskulýðsfulltrúa. Kl. 14:00 er [...]

2014-03-05T09:27:32+00:00 5. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrstu sunnudagur í föstu

Gott fermingarmót að baki

Fermingarbörn vorsins skemmtu sér á velheppnuðu fermingar móti sl. föstudag, þann 28. febrúar. Mótstjórar voru Gísli Stefánsson æskulýðsfulltrúi kirkjunnar og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson framkvæmdastjóri kirknanna í Mosfellsbæ og æskulýðsfrömuður. Margt skemmtileg var brallað. Í samkurli við fræðslu um kristni og líf með Jesú voru sagðir brandarar, leikið leikrit, sungnir söngvar, gerð skoðana könnum meðal [...]

2014-03-02T22:31:38+00:00 2. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Gott fermingarmót að baki

Föstuinngangur sunnudaginn 2. mars

Sunnudagurinn nk. er með hinu hefðbundnasta móti í Landakirkju. Hefst hann kl. 11:00 með barnaguðsþjónustu leiddri af sr. Guðmundi Erni Jónssyni og Jarli Sigurgeirsyni sem sér um tónlistina. Fermingarbörn sjá um brúðuleikrit að vanda. Kl. 14:00 messar svo sr. Guðmundur en um sálmasöng sér Kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács. Fermingarbörn lesa upp úr Heilagri [...]

2014-02-24T23:33:37+00:00 24. febrúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Föstuinngangur sunnudaginn 2. mars

Fermingarbarnamótið „Til hvers?“

Fermingarbarnamót með yfirskriftinni „Til hvers?“ verður haldið föstudaginn 28. febrúar nk. Mótsstjórar eru núverandi og fyrrverandi æskulýðsfulltrúar Landakirkju, Gísli Stefánsson og Hreiðar Örn Zoega Stefánsson. Mótið hefst kl. 9:00 með samhristingsstund sem leiðir hópinn saman inn í sterka og góða samveru út daginn sem einkennist af fræðslu, skemmtun, tónlist og góðum mat. Prestar kirkjunnar, þeir [...]

2014-02-24T23:25:41+00:00 24. febrúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbarnamótið „Til hvers?“

Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum í Vatnaskógi um helgina

Tuttugu ungmenni (þar með talinn æskulýðsfulltrúinn sem er ekkert annað en ungmenni) eru nú stödd í Vatnaskógi á Landsmóti unglingadeilda KFUM og KFUK þar sem ungmenni héðana og þaðan af landinu hittast og skemmta sér og öðrum. Mótið stendur yfir fram á sunnudag og verður margt brallað. Hópastarf, helgistundir, dansleikur og aðalfundur ungmennaráðs félagsins eru [...]

2014-02-22T12:58:45+00:00 22. febrúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM&K í Vestmannaeyjum í Vatnaskógi um helgina
Go to Top