Fréttir

Tólf spora andlegt ferðalag – kynning og fyrstu fundir

Nú er að hefjast nýtt námskeið í trúarlegum efnum, Tólf spora andlegt ferðalag, á vegum Vina í bata. Fyrsti fundurinn verður mánudaginn 15. september kl. 19.30. Þessi fundur og næstu tveir fundir eru öllum opnir, en á fjórða fundi verður hópunum lokað og ekki bætt við eftir það. Þessi aðferð hentar öllum þeim sem vilja [...]

2014-09-14T20:00:49+00:00 14. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Tólf spora andlegt ferðalag – kynning og fyrstu fundir

Styrkurinn liggur í reglulegri guðsþjónustu

Reglulegt helgihald er gott fyrir sálina. Gunnar Nelson segir að styrkurinn liggi í rútínunni. Við erum sammála því að það er styrkur okkar í trúnni að sækja reglulega helgihaldið í kirkjunni okkar. Sunnudagurinn 14. september er dæmi um reglulega góða guðsþjónustu. Barnaguðsþjónustan er kl. 11 og eftir hádegi er guðsþjónusta kl. 14. Það verður lögð [...]

2014-09-12T09:48:40+00:00 12. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Styrkurinn liggur í reglulegri guðsþjónustu

Fyrsta messa og fundur með fermingarbörnum og foreldrum

Fermingarbörn og foreldrar þeirra og/eða forráðamenn eru boðuð til fundar í kirkjunni sunnudaginn 7. september um fræðsluna í vetur og undirbúning að fermingunni í vor. Fundurinn hefst með messunni kl. 14 og í beinu framhaldi verður fundur í Safnaðarheimilinu. Fyrir helgi fara prestarnir í 8. bekk og útdeila skráningarblöðum en það er líka hægt að [...]

2014-09-04T08:30:37+00:00 2. september 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrsta messa og fundur með fermingarbörnum og foreldrum

Síðsumarmessa með ósýrðu brauði að morgni. Pólsk messa síðdegis

Sunnudaginn 17. ágúst verður messa sem Eyjamenn eru hvattir til að sækja eða benda gestum sínum á. Lögð verður áhersla á altarisgönguna með því að nota ósýrt brauð sem prestshjónin baka fyrir messuna. Sunnudagsmessan er haldin kl. 11 og allir velkomnir. Kitty Kovács, organisti, er komin aftur heim eftir sumarleyfi og Kór Landakirkju syngur. Rétt [...]

2014-08-15T16:03:00+00:00 15. ágúst 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðsumarmessa með ósýrðu brauði að morgni. Pólsk messa síðdegis

Göngumessa á goslokahátíð

Göngumessa verður á goslokahátíð sunnudaginn 6. júlí. Hefst hún kl. 11 í Landakirkju. Gengið er upp að krossinum við Eldfell og þar er guðspjall og prédikun. Að því búnu er gengið að Stafkirkjunni við Skansinn þar sem messulokin verða. Eftir guðsþjónustuna verður kaffi á kirkjulóðinni. Prestur er sr. Guðmundur Örn Jónsson og félagar úr Lúðrasveit [...]

2014-07-01T20:32:30+00:00 1. júlí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Göngumessa á goslokahátíð

Messa fyrir Pétur og Pál. Jarl og Gísli á gítar.

Sunnudagurinn 29. júní er messa þeirra Péturs og Páls svo það passar vel að nota orðatiltækið "fyrir Pétur og Pál". Og eigum við ekki að ræða það? Í messunni verða biblíumyndir fyrir börnin og svo er gengið til altaris. Guðspjallið er um það þegar boðið var til veislu og enginn þóttist geta komið. Þar sem [...]

2014-06-24T16:02:55+00:00 24. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messa fyrir Pétur og Pál. Jarl og Gísli á gítar.

Sumarguðsþjónusta á sólstöðum – Jónsmessustef – árgangur ´55

Sá öflugi árgangur ´55 mætir til kirkju á árgangsmótinu sínum um helgina og verða því flestir sálmar með töluna 55 í númerinu. Fimm er auk þess biblíuleg tala og heilög. Aðalþema guðsþjónustunnar er þó að finna í sumarsólstöðum og Jónsmessunni, messudegi Jóhannesar skírara, 24. júní. Við erum einnig að syngja nk. kveðjumessu með Kór Landakirkju [...]

2014-06-20T09:21:53+00:00 20. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sumarguðsþjónusta á sólstöðum – Jónsmessustef – árgangur ´55

Þrenningarhátíð í Landakirkju

Sunnudagurinn 15. júní er þrenningarhátíð í kirkjunni okkar og þá er messa kl. 11 með altarisgöngu, Kór Landakirkju og góðri tónlist undir stjórn Kitty Kovács. Þrenningarhátíð er fyrsti sunnudagur eftir hvítasunnu og verður reynt að gera þrenningunni sérstök skil og ræða efni kirkjudagsins út frá líðandi stund og sumartíð. Prestur er sr. Kristján Björnsson.

2014-06-14T19:15:09+00:00 14. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þrenningarhátíð í Landakirkju

Hvítasunna í sól og blíðu – Guðsþjónusta úti?

Hvítasunna er ein af stærstu hátíðum kirkjunnar um allar jarðir og nú er hún óvenju seint á ferðinni. Það er komið vel fram á sumar og spáð er hita, sól og blíðu. Rætist spáin færum við guðsþjónustuna út á lóð kirkjunnar eða á stéttina fyrir framan kirkjudyr og hefst hún kl. 11. Um hvítasunnuhelgina eru [...]

2014-06-05T17:29:54+00:00 5. júní 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hvítasunna í sól og blíðu – Guðsþjónusta úti?

Sunnudagsguðsþjónusta, Dagur aldraðra, Sjómannadagur og Hvítasunna

Nokkrar guðsþjónustur eru framundan á ýmsum tímum á stórum helgidögum kirkjunnar. Sunnudaginn 25. maí verður sumarguðsþjónusta kl. 11. Kór Landakirkju syngur og organisti er Kitty Kovács. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson. Uppstigningardag, fimmtudaginn 29. maí, er dagur aldraðra í Þjóðkirkjunni með guðsþjónustu kl. 14 og kirkjukaffi Kvenfélags Landakirkju. Félagar í Félagi eldri borgara í Vestmannaeyjum [...]

2014-05-21T17:53:17+00:00 21. maí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagsguðsþjónusta, Dagur aldraðra, Sjómannadagur og Hvítasunna

Guðsþjónusta á mæðradegi

Messudagur Rebekkusystra. Í dag verður brugðið út frá hinu hefðbundna guðsþjónustuformi og boðið uppá batamessu fyrir alla Vestmannaeyinga. Rebekkusystur lesa ritningarlestra og leiða guðsþjónustuna ásamt sr. Guðmundi Erni. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kovács.  Hér er um spennandi og öðruvísi messuform að ræða sem margir hefðu án efa gaman af að kynna sér.  Allir [...]

2014-05-08T13:51:57+00:00 8. maí 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á mæðradegi

Vígslubiskup í Skálholti vísiterar Landakirkju – Næst síðasta fermingin

Vígslubiskupinn í Skálholti, sr. Kristján Valur Ingólfsson, heimsækir Eyjarnar og vísiterar Landakirkju með messu sunnudaginn 4. maí kl. 11 ásamt prófasti, sr. Halldóru J. Þorvarðardóttur. Við messuna verður Grétar Þorgils Grétarsson fermdur. Prestar og sóknarnefnd vonast eftir góðri kirkjusókn og hvetja fólk til að koma og hitta vígslubiskupinn og fagna vori og fermingu í söfnuðinum. [...]

2014-05-04T09:09:30+00:00 28. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vígslubiskup í Skálholti vísiterar Landakirkju – Næst síðasta fermingin

Síðasta fermingarmessan og Vorhátið 2014

Laugardaginn nk. fer fram síðasta fermingarguðþjónusta þessa vetrar en þá munu níu fermingarbörn játast Jesú Kristi. Á sunnudag er svo Vorhátið Landakirkju en hún hefst stundvíslega kl. 11:00. Vorhátíðin sem haldin er á hverju ári markar lok vetrarstarfsins í Landakirkju en þá fara sunnudagaskóli og krakkaklúbbar í sumarfrí. Við taka messur á sumartíma, en þær verða [...]

2014-04-22T13:17:55+00:00 22. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Síðasta fermingarmessan og Vorhátið 2014

Páskadagsmorgunn með morgunkaffi og páskagleði

Páskadagsmorgun er hæsta hátíð kristinna manna. Hátíðarguðsþjónustan í Landakirkju hefst kl. átta árdegis. Eftir guðsþjónustuna býður sóknarnefnd og starfsfólk til morgunkaffis með rúnnstykkjum og vínarbrauði. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kittýar Kovács organista. Prestur sr. Guðmundur Örn Jónsson. Guð gefi okkur öllum gleðilega páska!

2014-04-18T10:12:17+00:00 18. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Páskadagsmorgunn með morgunkaffi og páskagleði

Píslasaga Jesú Krists, kórverk tónlist og einsöngur

Guðsþjónusta föstudagsins langa hefst kl. 11. Félagar úr Leikfélagi Vestmannaeyja lesa úr píslasögunni og félagar í Kirkjustarfi fatlaðra hjálpa til. Kór Landakirkju syngur kórverk og organistinn Kitty Kovács stýrir tónlistinni og leikur á orgelið. Guðmundur Davíðsson syngur einsöng. Prestur sr. Kristján Björnsson.

2014-04-18T10:08:13+00:00 18. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Píslasaga Jesú Krists, kórverk tónlist og einsöngur

Á skírdagskvöld ég kem til þín …

Þannig hefst skírdagssálmur Guðrúnar Guðmundsdóttur frá Melgerði og við ætlum að syngja hann í kvöldmessu skírdags sem hefst kl. 20. Prédikun er í styttra lagi en lögð er áhersla á helgihald sem kallast afskrýðing altarisins. Það fer fram í lok messunnar þegar sóknarnefndin ber burt altarisgripi, skrúða og áhöld, og afskrýðir prestinn, en að því [...]

2014-04-17T09:34:23+00:00 17. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Á skírdagskvöld ég kem til þín …

Fyrstu fermingarnar um helgina

Nú á laugardag 5. apríl og sunnudag 6. apríl munu fyrstu fermingabörn þessa vetrar stíga fram og gera Jesú Krist að leiðtoga lífs síns. Þetta er eins og flestir vita stór áfangi í lífi hvers einstaklings og því er spenningur í mannskapnum. Hefjast fermingarmessurnar kl. 11:00 og marka þær upphaf sumartíma messna í Landakirkju. Báðir [...]

2014-04-03T09:45:20+00:00 3. apríl 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fyrstu fermingarnar um helgina

Kirkjusóknin í Vestmannaeyjaprestakalli 2013 var 5,5 sinnum íbúafjöldinn

Kirkjusókn var þokkaleg á síðasta ári en í endanlegri samantekt á messugjörðarskýrslum kemur í ljós hvernig hún skiptist á einstaka liði. Heildarfjöldi þeirra sem sótti messur og helgistundir í Landakirkju og á vegum presta hennar var 23.608 manns. Það er rúmlega 5,5 sinnum íbúafjöldi í Vestmannaeyjum en 6,5 sinnum skráðir félagar í Ofanleitissókn. Í þessari [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 28. mars 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Kirkjusóknin í Vestmannaeyjaprestakalli 2013 var 5,5 sinnum íbúafjöldinn
Go to Top