Fréttir

Konudagurinn – Biblíudagurinn – Gideon

Það verður sérstaklega höfðað til kvenna á konudag í Landakirkju sunnudaginn 23. febrúar í upphafi Góu. Þessi dagur er einnig biblíudagurinn í kirkjunni, en einnig kallaður "2. sunnudagur í níuviknaföstu".  Þetta fléttast ágætlega saman þegar litið er til frásagna af þekktum konum í Biblíunni og sögur af ótrúlega merku hlutverki þeirra í hjálpræðissögunni. Biblían og [...]

2014-02-19T09:34:12+00:00 19. febrúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Konudagurinn – Biblíudagurinn – Gideon

Sunnudagurinn 2. febrúar í Landakirkju

Sunnudagurinn nk. 2. febrúar verður með hefðbundnu móti í Landakirkju. Sunnudagaskólinn er á sínum stað kl. 11:00. Þar sjá fermingabörn um brúðuleikrit og sr. Guðmundursegir sögu ásamt því að leiða söng með Gísla Stefánssyni æskulýðsfulltrúa. Lofað er mikilli skemmtun. Kl. 14:00 er messað eins og vanalega en sr. Guðmundur þjónar fyrir altari og Kór Landakirkju [...]

2014-01-31T10:32:18+00:00 31. janúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagurinn 2. febrúar í Landakirkju

41 ár frá björgun

Nk sunnudag, 26. janúar verður að vanda barnaguðsþjónusta kl. 11:00 undir dyggri stjórn sr. Guðmundar Arnar Jónssonar. Með honum verður Jarl Sigurgeirsson sem sér um tónlistina. Lofað er miklu fjöri. Messan kl. 14:00 verður svo tileinkuð því að 41 ár er liðið frá upphafi jarðelda á Heimaey og björgun heimafólks. Sóknarnefndarfólk mun lesa upp úr [...]

2014-01-23T12:07:10+00:00 23. janúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við 41 ár frá björgun

Þrettándamessa í Stafkirkjunni en messufrí í Landakirkju

Þrettándinn verður snemma í ár og messum við í Stafkirkjunni sunnudaginn 5. janúar kl. 13. Hljóðfæraleikurinn er í höndum Eggerts Björgvinssonar, Jónu Þórdísar Eggertsdóttur og Guðnýjar Charlottu Harðardóttur. Prestur er sr. Kristján Björnsson. Athöfnin er einföld að formi og byggir á almennum sálmasöng, stuttri hugvekju og altarisgöngu. Þrettándamessan er liður í þrettándagleði helgarinnar og um [...]

2014-01-02T12:05:55+00:00 2. janúar 2014|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þrettándamessa í Stafkirkjunni en messufrí í Landakirkju

Jólatrésskemmtun fyrir bæjarbúa

Kvenfélag Landakirkju, prestar og starfsfólk Landakirkju bjóða til jólatrésskemmtunar í Safnaðarheimilinu í dag kl. 15. Dansað er kringum jólatré og barnaskarinn fær góða jólasveinaheimsókn ef að líkum lætur. Kvenfélagskonur gefa heitt súkkulaði og smákökur. Allir velkomnir!

2013-12-29T09:09:55+00:00 29. desember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Jólatrésskemmtun fyrir bæjarbúa

Helgihald um jól og áramót

Núna á fimmtudagskvöld eru jólatónleikar Birkis Högnasonar og félaga til styrktar Æskulýðsfélaginu með kaffi og notalegri stemningu. Barnaguðsþjónustan er á sunnudag og svo hefst jólahelgihaldið með hátíðarguðsþjónustum, aftansöngvum og jólatrésskemmtun. Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács er organisti. Þess má geta að Lúðrasveit Vestm. spilar í hátíðarguðsþjónustunni á jóladag og hefst lúðraspil kl. 13.30. Um [...]

2013-12-17T17:38:58+00:00 17. desember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgihald um jól og áramót

Helgileikur í barnaguðsþjónustu og skírn

Það verður mikið um að vera í barnaguðsþjónustunni kl. 11 og eins gott að koma tímalega til að fá gott sæti. Nemendur í 5. bekkjum Grunnskólans koma með kennurum sínum og flytja helgileik um atburði jólanna með kór og hljómsveit. Þegar Jesúbarnið verður fætt og lagt í jötu og við búin að syngja Heims um [...]

2013-12-15T09:16:19+00:00 15. desember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Helgileikur í barnaguðsþjónustu og skírn

Aðventan gengur í garð með messum og viðburðum

Fyrsti sunnudagur í aðventu er stór hátíðisdagur. Þá kveikjum við á spádómakertinu og sækjum kirkju. Barnaguðsþjónusta er kl. 11 með brúðuleikriti, sögu og söng. Hugsanlegt er að þar mæti "sunday school party band" og leiki hressilega. Messan er kl. 14. Þar lesa Kiwanismenn úr Ritningunni á kirkjudegi sínum, Kór Landakirkju syngur og Kitty Kovács leikur [...]

2013-11-27T13:50:07+00:00 27. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Aðventan gengur í garð með messum og viðburðum

Heitt súkkulagði, vöfflukaffi og kökubasar Kvenfélags Landakirkju

Fyrsti sunnudagur í aðventu er 1. desember. Þá er messa kl. 14 og í framhaldi af henni er heitt súkkulaði, vöfflukaffi og kaffibasar Kvenfélags Landakirkju kl. 15. Þá verður einnig happadrætti og hlutvelta og í kaffið koma Litlir lærisveinar og Kór Landakirkju og taka lagið. Kvenfélagskonur eru að safna í styrkarsjóðinn sinn og því er þetta [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 27. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Heitt súkkulagði, vöfflukaffi og kökubasar Kvenfélags Landakirkju

Fermingarbörn söfnuðu vel í vondu veðri

Það voru öflug fermingarbörn sem söfnuðu fyrir vatni í Afríku á dögunum og létu það hvorki aftra sér að veðrið var slæmt og hópurinn ekki fjölmennur. Ekki tókst að fara í öll hús eða allar götur, en samt söfnuður kr. 168.106,- hér í Eyjum. Í heild söfnuðu fermingarbörn í landinu kr. 7,3 milljónum. Fimmtíu fermingarbörnin [...]

2013-11-27T13:16:32+00:00 27. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarbörn söfnuðu vel í vondu veðri

Vikan í Landakirkju

Mömmumorgnar, STÁ, NTT, ETT, Litlir lærisveinar, fermingarfræðsla, Æskulýðsfundir, Vinir í bata, Kór Landakirkju, Kvenfélag Landakirkju, kirkjustarf fatlaðra, viðtalstímar og vitjanir, Gideon, Aglow, bænahópur, þjónusta á Hraunbúðum og sjúkrahúsinu, barnaguðsþjónusta og messa. Allt eru þetta fastir þættir í starfi Landakirkju. Margir eru vikulega, sumir aðra hverja viku og aðrir einu sinni í mánuði. Hér er nánar [...]

2013-11-21T09:48:59+00:00 21. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Vikan í Landakirkju

Hátíðalausu tímabili kirkjuársins að ljúka

Nú styttist í síðustu vikuna fyrir aðventu, því sunnudagurinn 24. nóvember kallast síðasti sunnudagur eftir þrenningarhátíð. Þetta heiti er komið til af því að næsti sunnudagur þar á eftir er fyrsti sunnudagur í aðventu. Hann ber núna uppá fullveldisdaginn 1. desember. Þrenningarhátíð eða trinitatis er sunnudagurinn eftir hvítasunnu og eru sunnudagarnir allir taldir frá trinitatis [...]

2013-11-19T21:56:46+00:00 19. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hátíðalausu tímabili kirkjuársins að ljúka

Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins

Sunnudagurinn 18. nóv. hefst rétt eins og vanalega á sunnudagaskóla með söng, gleði og brúðuleikriti í höndum fermingarbarna. Messan kl. 14:00 er sú næst síðasta á þessu kirkjuári. Kór Landakirkju syngur undir stjórn Kitty Kováks og sr. Guðmundur Örn þjónar fyrir altari og prédikar. Fermingarbörn sjá um lestur úr Heilagri ritningu. „Komið til mín öll [...]

2013-11-19T21:36:08+00:00 13. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Næst síðasti sunnudagur kirkjuársins

Viðburðaríkur laugardagur í Landakirkju

Nk. laugardag 16. nóvember verður námskeið í Landakirkju. Yfirskrift þess er Kyrrðarbænin (Centering prayer) en þau Þorvaldur Halldórsson, Margrét Scheving og Margrét Eggertdóttir ætlað að leiða okkur í allan sannleik um hana. Þátttökugjald er kr. 1.500 og stendur námskeiðið yfir á milli kl 10:00 og 15:00 Kl. 16:00 verður svo haldin Batamessa í Landakirkju. Sr. [...]

2013-11-13T16:12:52+00:00 13. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Viðburðaríkur laugardagur í Landakirkju

Söfnun fermingarbarna verður mánud. 11. nóv

Hluti af fermingarundirbúningi er að bregðast að neyð náunga okkar og rétta hjálparhönd. Þess vegna ganga fermingarbörnin í hús og vinna saman að því um allt land að safna fyrir vatnsbrunnum í héraði einu í Úganda. Eldri fermingarbörn kannast líka við þetta verkefni og vita hvað það er brýnt. Vegna veðurs og fleiri þátta hefur söfnunni [...]

2013-11-06T12:37:20+00:00 4. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Söfnun fermingarbarna verður mánud. 11. nóv

Allra heilagra messa 2013 – minning látinna

Allra heilagra messa er haldin í Landakirkju með messu í dag kl. 14. Fermignarbörn lesa lestra og félagar í Kvenfélagi Landakirkju aðstoða, en þær halda aðalfund sinn eftir messu í Safnaðarheimilinu. Í messunni verður beðið sérstaklega fyrir minningu þeirra sem dáið hafa síðustu tólf mánuði, eða frá allra heilagra messu í fyrra. Stuðst er við prestsþjónustubók prestakallsins en einnig eru lesin [...]

2013-11-03T09:52:51+00:00 3. nóvember 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Allra heilagra messa 2013 – minning látinna

Dagskrá Landakirkju fram í næstu viku. Stiklað á stóru!

Fimmtudaginn 31. október verður helgistund á Sjúkrahúsi Vestmannaeyja, í dagstofu sem staðsett er á 2. hæð. Hefst hún stundvíslega kl. 14:30. Á föstudeginum, 1. nóvember, kl 17:00 verður setning dagskrár Nótt safnanna í Stafkirkjunni. Í Landakirkju verður svo helgistund kl. 18:30 á pólsku og ensku í tilefni allra heilagra messu, en þar verður minnst þeirra [...]

2013-10-30T18:01:03+00:00 30. október 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Dagskrá Landakirkju fram í næstu viku. Stiklað á stóru!

Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K á Landsmót ÆSKÞ

Þessa helgina heldur Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM og K til Reykjanesbæjar en hópurinn tekur þar þátt í Landsmóti ÆSKÞ sem haldið er á hverju ári í lok október. Er um að ræða stærsta einstaka hópinn á landsmótinu þetta árið en hópurinn telur um 40 þátttakendur og leiðtoga en á mótinu verða rúmlega 600 manns. Hópurinn [...]

2013-10-25T19:55:25+00:00 25. október 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Æskulýðsfélag Landakirkju og KFUM & K á Landsmót ÆSKÞ

Guðþjónustur á siðbótardegi

Sunnudagaskólinn á siðbótardegi verður með hinu hefðbundnasta mót. Söngur, gleði og leikrit í höndum fermingarbarna kl. 11:00 Í messunni kl. 14:00 þjónar sr. Guðmundur Örn Jónsson fyrir altari, fermingabörn lesa úr Heilagri Ritningu og er messusöngur í höndum kórs Landakirkju undir dyggri stjórn Kitty Kováks. Þessi sunnudagur er sá síðasti í söfnun Landakirkju fyrir línuhraðli [...]

2013-10-25T16:42:51+00:00 25. október 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Guðþjónustur á siðbótardegi

Sunnudagurinn 13. október í Landakirkju

Sunnudagurinn verður með hefðbundum hætti þessa helgina. Sunnudagaskóli með söng og gleði hefst kl. 11:00 á sunnudagsmorgun en honum fylgir messan kl. 14:00 með altarisgöngu. Kór Landakirkju mun syngja undir stjórn Kitty Kovács, fermingarbörnin munu lesa ritingarlestra og sr. Kristján Björnsson þjónar. Kl. 20:00 er svo æskulýðsfundur hjá Æskulýðsfélaginu en undirbúningur Landsmóts verður aðal þema [...]

2013-10-11T14:55:57+00:00 11. október 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Sunnudagurinn 13. október í Landakirkju
Go to Top