Fréttir

Þorláksmessu minnst

Guðsþjónusta verður haldin í Landakirkju nk. sunnudag 21. júlí kl 11:00. Verður þá Þorláksmessu að sumri minnst en hún er laugardaginn 20. júlí. Einnig verður vígslu Skálholtskirkju minnst en nú eru 50 ár liðin frá því að kirkjan var vígð. Kórinn verður undir stjórn Guðmundar H. Guðjónssonar en hann leysir nú af organista safnaðarins Kitty [...]

2013-07-17T15:21:12+00:00 17. júlí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Þorláksmessu minnst

Ný vefsíða Landakirkju

Nú hefur ný vefsíða Landakirku verið tekin í notkun. Nýja síðan er sniðin að þörfum kirkjunnar og þar er að finna upplýsingar um alla þætti starfsins. Síðan er byggð á Wordpress vefumsjónarkerfinu og þema sem heitir Avada. Síðan er sérstaklega hönnuð til þess að passa vel í allar gerðir tækja hvort sem um er að [...]

2013-06-24T20:00:09+00:00 24. júní 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Ný vefsíða Landakirkju

Messuheimsókn til Stórólfshvolskirkju – messufall í Landakirkju – þrenningarhátíð

Kór Landakirkju, organisti og prestur sækja Hvolsvöll heim sunnudaginn 26. maí og því verður ekki guðsþjónusta í Landakirkju þennan dag. Allir eru velkomnir í Stórólfshvolskirkju þar sem heimakórinn tekur á móti okkur og syngur messuna með Eyjamönnum kl. tvö þennan sunnudag. Þessi sunnudagur er þrenningarhátíð, öðru nafni trinitatis, og teljast allir sunnudagar út frá honum [...]

2013-06-11T13:40:37+00:00 22. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messuheimsókn til Stórólfshvolskirkju – messufall í Landakirkju – þrenningarhátíð

Meira um fjölskyldumessu á Hvítasunnudag

Á Hvítasunnudag verður eins og greint er frá í eldri færslu messa í höndum Sr. Kristjáns Björnssonar og Kórs Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács. Einnig mun æskulýðsfulltrúinn, Gísli Stefánsson mæta með gítarinn og leiða yngri safnaðargesti með aðstoð þeirra eldri í söng í anda sunnudagaskólans. Sjáumst heil.

2013-06-11T13:42:25+00:00 16. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Meira um fjölskyldumessu á Hvítasunnudag

Hvítasunnudagurinn í Landakirkju

Messað verður í Landakirkju á Hvítasunnudag kl. 11:00. Sr. Kristján Björnsson predikar og kór Landakirkju undir stjórn Kitty Kovács syngur. Kl. 14:00 mun svo hópurinn halda á dvalaheimili aldraðra, Hraunbúðir og vera með helgustund þar.

2013-06-11T13:44:14+00:00 14. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Hvítasunnudagurinn í Landakirkju

Leiðtoganámskeið föstudaginn 17. maí

Föstudaginn 17. maí nk. kl. 18:00 stendur æskulýðsfulltrúi fyrir leiðtoganámskeið fyrir ungleiðtoga Landakirkju og KFUM og KFUK í Vestmannaeyjum. Efni námskeiðisins er Biblían og hugleiðingin í kristinni trú. Nú þegar hefur fjöldi ungleiðtoga skráð þátttöku sína og verða þeir verðlaunaðir fyrir góða frammistöðu með góðgæti og Guðs orði.

2013-06-11T13:55:45+00:00 14. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Leiðtoganámskeið föstudaginn 17. maí

Messuheimsókn og tónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands

Kvennakór Háskóla Íslands kemur í messuheimsókn í Landakirkju sunnudaginn 5. maí kl. 11. Strax eftir hádegi, kl. 13.30 verður Kvennakórinn með tónleika í Safnaðarheimilinu. Stjórnandi Kvennakórs Háskólans er Margrét Bóasdóttir. Í messunni syngur kórinn ein fjögur lög og tekur þátt í messunni á allan hátt. Munu þær syngja niðri í kirkjunni meðan Kór Landakirkju leiðir [...]

2013-06-11T13:47:30+00:00 4. maí 2013|Fréttir|Slökkt á athugasemdum við Messuheimsókn og tónleikar Kvennakórs Háskóla Íslands

Þú skalt gefa fátækum! – Ríki maðurinn og Lasarus

Hér fer á eftir prédikunsr. Kristjáns Björnssonar í Landakirkju fyrsta sunnudag eftir þrenningarhátíð 10. júní 2012. Guðspjallið er Lúkas 16, dæmisagan um ríka manninn og Lasarus, um lán og gjafir til fátækra og umlíðun skulda. Það verður ekki séð að dæmisaga Jesú fjalli svo mjög um bilið milli ríkra og fátækra heldur miklu frekar um [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 10. júní 2012|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Þú skalt gefa fátækum! – Ríki maðurinn og Lasarus

Jólanótt og helgin er alger

Prédikun sr. Kristjáns Björnssonar á jólanótt í Landakirkju 2009 er um það er spádómarnir rættust um komu Drottins með fæðingu Jesú í Betlehem. Brugðið er á myndmál af fyrstu bólstraskýjum lægðarinnar og hvaða viðbrögð þau vekja, annars vegar hjá þeim er áttu allt í vonum en hins vegar hjá þeim valdhöfum er sáu það ógna [...]

2013-06-24T23:20:23+00:00 25. desember 2009|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Jólanótt og helgin er alger

Mun trúin á Krist frelsa okkur frá efnishyggjunni?

Söguleg og trúarleg tenging við grundvallaratriði páskanna, steinar sem tala og brauð sem mettar að eilífu. Vorjafndægur og aldur tunglsins og áhrifin á almanak heilu þjóðanna. Fáránlegar birtingarmyndir græðgi og efnishyggju, að eiga ekki tíkall í stöðumæli fyrir Bentleyinn og svindla sér inn á fótboltaleiki. Trúin á upprisinn Frelsara sem leiðir okkur út úr þrælahúsi [...]

2013-06-24T23:19:09+00:00 22. mars 2009|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Mun trúin á Krist frelsa okkur frá efnishyggjunni?

Öldurótið í viðskiptalífinu

Æðsta boðorðið Prédikun í Landakirkju 21. september út frá Markúsi 12 um hið æðsta boðorð. Sr. Kristján Björnsson: Fyrst tilraun til spámennlegrar prédikunar út frá þróun hagkerfisins og siglingu þjóðarskútunnar. Þá samanburður við þann fjársjóð sem við eigum í æðstu gildum og kærleiksboði Jesú Krists. Dæmi af söfnun fyrir mænuskaðaða og öðrum alvöru verkefnum í [...]

2013-09-11T09:48:41+00:00 21. september 2008|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Öldurótið í viðskiptalífinu

Dæmið ekki. Verið miskunnsamir.

Hér í prédikun sr. Kristjáns Björnssonar í Landakirkju 15. júní 2008, er lagt út af orðum Jesú í fjallræðunni: "Dæmið ekki, og þér munuð eigi dæmdir verða." Talað er um dómhörkuna og sleggjudóma, en líka fordóma, t.d. í garð innflytjenda. Þá er hér að finna sögu af reynslu minni af notkun textans í sögugöngu á [...]

2013-06-24T23:16:39+00:00 15. júní 2008|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Dæmið ekki. Verið miskunnsamir.

Grát þú eigi – Guð er mitt á meðal okkar og þess vegna eigum við eilífa von

Lagt er út af Lúkasarguðspjalli 7.11-17, en það er frásagan af ekkjunni frá Nain og hvernig Jesús reisti son hennar frá dauðum. Í prédikuninni leggur sr. Kristján Björnsson áherslu á að frásögnin snýst öðru fremur um tákn þess að Guð hefur, í Jesú Kristi, vitjað fólksins, sem hann elskar. Koma guðsríkisins er opinberuð í þessu [...]

2013-06-24T23:14:47+00:00 23. september 2007|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Grát þú eigi – Guð er mitt á meðal okkar og þess vegna eigum við eilífa von

Frá ráni, dauða og þrælasölu til sáttargjörðar og frelsis

Hér bitist erindi sr. Kristjáns Björnssonar, sóknarprests, sem hann flutti á dagskrá til minningar um 380 ár frá mannránunum í Vestmannaeyjum (tyrkjaráninu) 1627. Einnig er þess minnst að 200 ár eru frá afnámi þrælahalds að breskum lögum (25. mars 1807) Það er enginn vafi í mínum huga að það er rétt og skylt að minnast [...]

2013-06-24T23:13:19+00:00 18. júlí 2007|Greinar, Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Frá ráni, dauða og þrælasölu til sáttargjörðar og frelsis

Prédikun á konudegi, sunnudegi í föstuinngangi

Lagt er út af guðspjalli Lúkasar, 18.31-34, en hér er farinn langur inngangur að undri upprisunnar á þriðja degi. Á þeirri leið er fjallað all mikið um mannhelgina og hina heilsusamlegu hlið föstunnar, sem færir okkur nær Guði, og hvernig það minnir okkur á það er Guð gerist algjörlega nálægur í þjáningu mannsins minnstu barna. [...]

2013-06-24T23:12:05+00:00 18. febrúar 2007|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Prédikun á konudegi, sunnudegi í föstuinngangi

Jólin á bensínstöðinni

Hér er jólahugvekja eða jólasaga sem sr. Kristján Björnsson þýddi og stílfærði úr sögu sem vinur í miðríkjum Bandaríkjanna, David James að nafni, sendi eitt sinn í bréfi frá vini til vinar. Ef sagan er notuð til upplestrar er vinsamlega óskað eftir því að uppruna hennar sé getið. Aðfangadagskvöld í Bandaríkjunum eru mjög frábrugðin því [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 3. janúar 2007|Greinar|Slökkt á athugasemdum við Jólin á bensínstöðinni

Eftirvænting jólanna er formlega hafin

Á fyrsta sunnudegi í aðventu, 3. des. leggur sr. Kristján Björnsson út af Lúkasi 4.16-21, en það er þegar Jesús les úr Ritningunni í Nazaret og velur kaflann úr Jesaja: "Andi Drottins er yfir mér ..." og segir: "Í dag hefur þessi Ritning ræst í áheyrn yðar!" Kirkjuklukkum er í dag hringt um allt land [...]

2013-06-24T23:08:53+00:00 3. desember 2006|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Eftirvænting jólanna er formlega hafin

Að láta undan eða drottna yfir löngun

Prédikun sr. Kristjáns Björnssonar sunnudaginn 10. sept. 2006, 13. sunnudag eftir þrenningarhátíð. Til þessarar guðsþjónustu komu fermingarbörn vetrarins og foreldrar þeirra og fylltu kirkjuna. Leik ÍBV og FH seinkaði vegna veðurskilyrða á flugbraut og byrjaði því á mínútunni þegar messu lauk í Landakirkju. Þar náðum við í eitt mikilvægt stig. Guði sé lof fyrir það. [...]

2013-06-24T23:06:57+00:00 10. september 2006|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Að láta undan eða drottna yfir löngun

Gjör reiknisskil – afmæli biskupsstólanna

Prédikun sr. Kristjáns Björnssonar í Landakirkju sunnudaginn 13. ágúst 2006 kl. 11.00. Hún er útlegging á Lúkasi 16.1-9: Gjör reiknisskil. Samtímaefnið er um afmæli biskupsstólanna og þau skil sem víða koma fram í sögu kirkju og vígðrar þjónustu. Eins og fram hefur komið er á þessu ári er verið að minnast 950 ára biskupsstóls í [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 17. ágúst 2006|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Gjör reiknisskil – afmæli biskupsstólanna

Lánsalar eða okrarar?

Kannski skiptir það okkur sem neytendur á Íslandi ekki máli, hvaða hugtak er notað um skuldastöðu okkar, en hver er munurinn? Sá er munurinn að orðið lánþegi tekur með sér hugtakið lánsali í þessum texta, en orðið skuldunautur tekur með sér hugtakið okrari. Og önnur spurning vaknar: Eru lánveitendur á Íslandi lánsalar eða okrarar? Lánþegi [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 26. júní 2006|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Lánsalar eða okrarar?
Go to Top