Fréttir

Predikun 12. sd eftir trinitatis.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Merkilegt með okkur mannfólkið hvað við fæðumst ósjálfbjarga. Ef við lítum til annarra dýra þá erum við svo langt á eftir þeim að þessu leyti. Folaldið er fljótt að komast á fætur og átta sig á að sækja sér fæðu, [...]

2013-06-24T20:05:43+00:00 14. ágúst 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun 12. sd eftir trinitatis.

Fyrirgefningin. Predikun 11sd eftir þrenningarhátíð.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Undurfagra ævintýr, ágústnóttin hljóð. Um þig syngur æskan hýr, öll sín bestu ljóð. Nú eru ágústnætur og helgin sú sem þetta ljóð talar til er nýliðin. Hvít tjöld, heimafólk og vinaþel. Allir velkomnir, söngur, gleði, kökur og reyktur lundi. Það [...]

2013-06-24T20:56:46+00:00 7. ágúst 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Fyrirgefningin. Predikun 11sd eftir þrenningarhátíð.

Að taka afstöðu

Það kenndi mér góður prófessor í guðfræði, að presturinn, sem fer í stólinn að prédika, á vissulega að hafa Biblíuna í annarri hendinni, en í hinni á hann að hafa dagblað. Hann átti þar við að prédikarinn verður að vera með á nótunum hvað er að gerast í heiminum og það, sem meira er, hann [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 17. júlí 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Að taka afstöðu

Júlípistill Landakirkju 2005

Þegar foreldrar og yfirvöld sinna ekki skyldum sínum gagnvart börnum og unglingum aukast líkurnar á að ungmennin upplifi harmleik í lífi sínu. Það er grátlegt að margir unglingar skuli ekki fá tækifæri til að læra að skemmta sér án áfengis. Stærsta ástæða þess er að fyrirmyndirnar vantar. Það er harmleikur þegar unglingar upplifa fyrstu kynlífsreynslu [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 6. júlí 2005|Greinar|Slökkt á athugasemdum við Júlípistill Landakirkju 2005

Predikun í göngumessu á goslokahátíð

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Þetta er magnað umhverfi að sameinast á til guðsþjónustu. Örlagastaður Eyjanna fyrir 32 árum. Og við hér í gígnum sjálfum. Á goslokum þökkum við. Við þökkum enda náttúruhamfara, það að höfnin skyldi ekki lokast, það að þrátt fyrir að margir [...]

2013-06-24T20:56:53+00:00 5. júlí 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun í göngumessu á goslokahátíð

Júní pistill Landakirkju 2005

Safnaðarstarf Landakirkju hefur staðið í ágætum blóma. Rólegt er yfir sumartímann en fjölbreytni og gróska eru einkennandi yfir vetrartímann. Margir starfa á vettvangi kirkjunnar í hlutastarfi, fullu starfi og svo eru margir sem vinna mjög öflugt sjálfboðastarf. Allt það góða starf er mikilvægt að þakka. Sjálfboðaliðar í hinum ýmsu hópum og ábyrgðarstöðum í kirkjustarfinu sinna [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 4. júlí 2005|Greinar|Slökkt á athugasemdum við Júní pistill Landakirkju 2005

Tveir synir, Lúkas 15

Það hefur á stundum verið glímt við það verkefni hvort hægt sé að heimfæra dæmisögur Jesú upp á þjóðir eða samfélag þjóða á sama hátt og þær hafa lengi verið heimfærðar upp á einstaklinga og persónur. Það virðist ekki alveg einhlítt að þetta geti gengið, en þó hafa menn verið að reyna. Kristin siðfræði, sem [...]

2013-06-24T17:56:40+00:00 12. júní 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Tveir synir, Lúkas 15

Predikun á þrenningarhátíð, 22. maí 2005

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Það er hátíð hjá okkur í dag – það er þrenningarhátíð. Þá eru þrjár helstu hátíðir kirkjunnar að baki á yfirstandandi kirkjuári, en kirkjuárið hefst á aðventu er við bíðum jólanna, eins og við vitum. Og um síðustu helgi var [...]

2013-06-24T17:54:44+00:00 27. maí 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun á þrenningarhátíð, 22. maí 2005

Maípistill Landakirkju 2005

Það er með sumar í sál og sinni að skráningar í prestþjónustubókum Ofanleitissóknar eru teknar saman. Það er orðið alllangt síðan slíkur pistill birtist, því er horft nokkuð aftur í tímann í þessari samantekt, eða til febrúar og mars á þessu ári. Ég vil óska þér lesandi góður gleðilegt sumar, megi kærleikur og gleði fylgja [...]

2017-03-17T21:58:49+00:00 15. maí 2005|Greinar|Slökkt á athugasemdum við Maípistill Landakirkju 2005

Prédikun á hvítasunnumorgni

Gleðilega hátíð hvítasunnudags! Yfirskrift hvítasunnu í ár er “Samfélag í trú og gleði”. Hér í Vestmannaeyjum hefur verið lögð á það áhersla með því að efna til margvíslegs samfélags og margslunginnar gleði. Fjölskyldudagur Sameinuðu þjóðanna varð Vestmannaeyjabæ tilefni til að víkka út þá helgun og halda fjölskyldudaginn í þrjá daga, alla helgina. Það var reyndar [...]

2013-06-24T20:58:26+00:00 15. maí 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Prédikun á hvítasunnumorgni

Fögnuðurinn verður fullkominn í kærleika og vináttu

Sr. Kristján Björnsson: Jóhannes 15.11-17. Fullkominn fögnuður. Þrír flokkar hins kristilega viðhorfs. Áherlsan á Orðið og Frelsið. Fögnuður okkar með vinum. Lífgefandi máttur kærleikans - uppspretta hans. Við lifum á tímum breytinga sem aldrei fyrr. Oft hafa byltingar og nýjungar gengið yfir heiminn en við höfum ekki aðeins lifað mikla byltingu í tækninýjungum síðustu áratugi [...]

2013-06-24T20:58:13+00:00 6. maí 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Fögnuðurinn verður fullkominn í kærleika og vináttu

Fermingarræða 3. apríl

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Stór dagur í dag, fermingardagurinn ykkar, kæru fermingarbörn. Til hamingju með daginn, til hamingju með þessa dýrmætu ákvörðun ykkar, að gera Jesú Krist að leiðtoga lífsins. Það var góður hópur sem gekk til fermingarfræðslu í vetur og vil ég þakka [...]

2017-03-17T21:58:50+00:00 3. apríl 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Fermingarræða 3. apríl

Pálmasunnudagur og hin góðu verk í trúnni

Það eru heldur betur afgerandi skilaboð í boðskap dagsins um konungdóm Krists. Pálmasunnudagurinn er runninn upp og það eru einmitt skilaboð þessa dags, að Jesús frá Nazaret reyndist á þessum degi, með óyggjandi hætti, vera sá er koma skyldi. Þarna var hann kominn, sem hin útvalda þjóð hafði vænst svo lengi, Messías, sem þýðir hinn [...]

2013-06-24T17:37:56+00:00 20. mars 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Pálmasunnudagur og hin góðu verk í trúnni

Febrúarpistill Landakirkju 2005

Hér á Íslandi er enn verið að fjalla um ástandið í Írak, og ekki vanþörf á. Umræður á Alþingi hafa snúist um hvernig hægt sé að koma til móts við þarfir kvenna, barna og gamalmenna í Írak eftir innrás, bráðabirgðastjórn og nú síðast ,,lýðræðislegar” kosningar. Þörf umræða. En á meðan ræða Bush Bandaríkjaforseti og Rice [...]

2017-03-17T21:58:50+00:00 15. mars 2005|Greinar|Slökkt á athugasemdum við Febrúarpistill Landakirkju 2005

Guðsþjónusta á 2. sd í föstu

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Eins og þið sjáið þá nota ég gleraugu. Án þeirra á ég erfitt með að greina andlit og þekkja fólk í sundur, sérstaklega þegar fólk í langt í burtu eða þegar aðstæður eru þannig. Ég tala nú ekki um þegar [...]

2013-06-24T17:37:19+00:00 21. febrúar 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Guðsþjónusta á 2. sd í föstu

Predikun sunnudags við föstuinngang.

Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Það var lítil mús sem kom til töframanns og tjáði honum að hún hefði mætt ketti. En við köttinn var músin svo hrædd að hún bað töframanninn að breyta sér í kött. Töframaðurinn var slingur og kenndi í brjóst um [...]

2013-06-24T17:36:38+00:00 6. febrúar 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun sunnudags við föstuinngang.

Predikun á sjómannadegi 2004

Líknargjafinn þjáðra þjóða, þú, sem kyrrir vind og sjó, ættjörð vor í ystu höfum undir þinni miskunn bjó. Vertu með oss, vaktu hjá oss, veittu styrk og hugarró. Þegar boðinn heljar hækkar, Herra, lægðu vind og sjó. Náð sé með yður nú á hátiðlegum sjómannadegi, og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. [...]

2013-06-24T17:35:59+00:00 2. febrúar 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Predikun á sjómannadegi 2004

Nýársdagur í Landakirkju 2005

Matt. 6.5-13 Nær þú biðst fyrir. Ganga inn í herbergi þitt, loka dyrum. Faðir þinn, sem sér í leynum, mun umbuna þér. Hann veit hvers þér þurfið. Guð gefi okkur öllum farsæld og frið á ný ári 2005. Það má segja að gamla árið hafi næstum því rokið í fangið á því nýja, svo mikill [...]

2013-06-24T17:35:19+00:00 5. janúar 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Nýársdagur í Landakirkju 2005

Jóladagur í Landakirkju 2004

“Það er nú heimsins þrautamein að þekkja’ hann ei sem bæri.” Þannig orti sr. Einar Sigurðsson í Eydölum. En það kom mér á óvart að þegar þetta vísuorð vitjaði mín, kom það í hugann sem: “Hann er nú heimsins hjálparráð,” en svo gat ég að sjálfsögðu ekki munað neitt meira fyrst ég mundi þetta vitlaust. [...]

2013-06-24T17:34:08+00:00 5. janúar 2005|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Jóladagur í Landakirkju 2004

Gamlársdagspredikun

Vér áköllum þig, ó, faðir um frið, að fái vort líf á jörðinni grið. Vér biðjum að mannkyni bjargi þín hönd frá böli sem altekur þjóðir og lönd. (Pétur Sigurgeirsson) Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Inn í birtu og fögnuð jólahátíðarinnar bárust fréttir af hinum [...]

2017-03-17T21:58:50+00:00 31. desember 2004|Prédikanir|Slökkt á athugasemdum við Gamlársdagspredikun
Go to Top