Hugleiðing á Barnadegi kirkjunnar, annan í jólum
Náð sé með yður og friður frá Guði föður vorum og Drottni Jesú Kristi. Amen. Hér áðan heyrðum við mikilvægustu skilaboð sem hafa verið skrifuð í tvö þúsund ár, jólaguðspjallið, ritað af Lúkasi guðspjallamanni. Jólaguðspjallið er engin ævintýrafrásögn. Þar er ekkert álfaglit eða töfraljómi, heldur byrjar frásögnin einfaldlega: ,,En það bar til um þessar mundir [...]